fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Lögreglumaðurinn var á ferð um varðsvæðið – Skyndilega heyrði hann konu öskra

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 14. október 2018 15:30

Tim McBride.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið gott að vera fastur/föst í ákveðinni rútínu þrátt fyrir að mörgum þyki það frekar óspennandi. Slíkar rútínur geta komið sér vel og það sannaðist í byrjun október þegar lögreglumaður var á hefðbundinni vakt á varðsvæði sínu.

Tim McBride var á vakt í bænum Chichester í austurhluta Bandaríkjanna þann 4. október. Hann er maður mikillar rútínu og eins og hann gerir yfirleitt þegar hann er á vakt var hann með rúðurnar í lögreglubílnum skrúfaðar niður. En skyndilega var rútínan rofin.

Þegar hann ók út frá bílastæði heyrði hann skyndilega konu öskra. Hann stöðvaði að sjálfsögðu og flýtti sér út úr bílnum og hljóp að versluninni sem öskrin bárust frá. Þegar hann kom að versluninni mætti honum sjón sem fékk hann samstundis til að draga skammbyssu sína úr slíðri.

Inni í búðinni sá hann karlmann ráðast á konu og slá hana svo hún féll á gólfið.

„Ég tók skammbyssuna upp og skipaði manninum að fara frá fórnarlambinu.“

Segir McBride um atburðinn.

En maðurinn hlýddi ekki. McBride vildi ekki skjóta manninn og tók því rafbyssu upp og beindi að manninum. Maðurinn var þó ekki á því að gefast upp og réðst á McBride sem sá engan annan kost en að skjóta manninn með rafbyssunni. Þrátt fyrir það barðist maðurinn á móti en McBride og öðrum lögreglumanni, sem var kominn á vettvang, tókst að koma handjárnum á hann.

Fórnarlambið segir að hún hafi tekið eftir manninum um daginn því hann hafi komið margoft inn í verslunina. Þegar hún ætlaði að loka henni stóð hann í vegi fyrir henni og hindraði hana í að komast út og skellti henni í gólfið.

Maðurinn er grunaður um tvö rán tveimur dögum áður en ekki er enn ljóst hvað hann ætlaði sér í versluninni þennan dag, hvort hann ætlaði að ræna verslunina eða hvort hann hafði í hyggju að skaða konuna á einhvern hátt.

https://www.facebook.com/DawnTimmeneyFox29/videos/1921706348132380/?t=0

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Í gær

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump