fbpx
Miðvikudagur 23.janúar 2019
Pressan

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 14. október 2018 10:00

Fiona er þakin marblettum.

Á fimmtudaginn var Fiona Simpson á ferð í bíl sínum ásamt ungri dóttur sinni og ömmu sinni. Þær voru á ferð um suðurhluta Queensland í Ástralíu en þar búa þær mæðgur. Mikið óveður skall á og lentu þær í því.

Veðrið var svo slæmt að Fiona varð að stöðva bílinn en högl á stærð við tennisbolta buldu á bílnum og næsta umhverfi. Fiona ók út fyrir veginn og ætlaði að bíða veðrið af sér þar. En stóru höglin brutu framrúðuna að sögn áströlsku 9 NEWS sjónvarpsstöðvarinnar.

Fiona vildi eðlilega vernda dóttur sína og tók hana því í fangið og notaði eigin líkama til að skýla henni fyrir haglinu. Stúlkan slapp að mestu ómeidd en fékk þó eitt hagl í höfuðið. Fiona, litla stúlkan og amman voru allar lagðar inn á sjúkrahús en áverkar þeirra reyndust ekki lífshættulegir en læknar segja að Fiona hafi bjargað lífi litlu stúlkunnar með því að skýla henni með líkama sínum.

Mæðgurnar á sjúkrahúsinu.

Sjálf skrifaði hún færslu á Facebook og lýsti hryllingnum:

”Ég lærði þá lexíu í dag að aka ALDREI í hagléli! Við lögðum í vegkantinum þegar stormurinn varð of öflugur og haglið braut rúðurnar. Ég skýldi barninu mínu með líkama mínum til að vernda hana gegn alvarlegum meiðslum. Ég er þakklát fyrir að dóttir mín og amma eru heilar á húfi.”

Facebookfærsla Fiona.

Eins og sjá má á myndunum af líkama Fiona marðist hún mjög illa af völdum haglanna enda engin furða því höglin voru 5 til 7 cm að ummáli.

Höglin voru mörg og stór.

Fiona hefur nú verið tilnefnd til hugrekkisverðlauna ástralska forsætisráðuneytisins en það þykir mikill heiður að vera tilnefndur til þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

790 milljónum netfanga og lykilorða lekið á netið – Svona getur þú séð hvort þitt netfang er þar á meðal

790 milljónum netfanga og lykilorða lekið á netið – Svona getur þú séð hvort þitt netfang er þar á meðal
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hin fullkomna tía – 60 milljónir áhorfa á 10 dögum

Hin fullkomna tía – 60 milljónir áhorfa á 10 dögum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þrjú grunsamleg dauðsföll á einum mánuði – „Áhyggjuefni og hræðilegt“

Þrjú grunsamleg dauðsföll á einum mánuði – „Áhyggjuefni og hræðilegt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg sjón blasti við 16 ára stúlku þegar hún kafaði í sjónum – Sjáðu myndbandið

Ótrúleg sjón blasti við 16 ára stúlku þegar hún kafaði í sjónum – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tóku til sinna ráða þegar þeir komust að skuggalegu leyndarmáli nágranna síns

Tóku til sinna ráða þegar þeir komust að skuggalegu leyndarmáli nágranna síns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skýr skilaboð frá NASA – „Þessu myndum við aldrei halda leyndu“

Skýr skilaboð frá NASA – „Þessu myndum við aldrei halda leyndu“