fbpx
Miðvikudagur 23.janúar 2019
Pressan

Rússar skýra frá leynilegu samstarfi með bresku leyniþjónustunni

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 14. október 2018 10:30

Höfuðstöðvar MI6 í Lundúnum. Mynd:Wikimedia Commons.

Rússneska leyniþjónustan SVR hefur birt áður óséð gögn úr skjalageymslum sínum. Í þeim kemur fram að leyniþjónustan hafi starfað náið með bresku leyniþjónustunni í síðari heimsstyrjöldinni. Samstarfið snerist um leynilegt stríð leyniþjónustanna gegn nasistum.

Sergej Narysjkin, yfirmaður SVR, skýrði nýlega frá þessu á rússnesku sjónvarpsstöðinni Rossija 1. Hann nefndi sérstaklega eina aðgerð til sögunnar sem hún var nefnd „Ísöxi“. Hann skýrði ekki nákvæmlega frá hvað fólst í þeirri aðgerð.

Hann afhenti þáttastjórnandanum stafla af skjölum um þátttöku SVR í þessari aðgerð. Hann sagði að skjölin fjalli um útsendara SVR sem voru af ýmsum þjóðernum og af ýmsum uppruna en hafi átt sér sameiginlegt markmið, sem var að berjast gegn nasisma.

Þegar Naryxjkin var spurður hvort Rússland gæti komist í gegnum núverandi spennu og átök við Breta vegna meintra morðtilrauna rússneskra útsendara við Skripalfeðginin fyrr á árinu svaraði hann:

„Auðvitað. Öllum stríðum lýkur með friði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

790 milljónum netfanga og lykilorða lekið á netið – Svona getur þú séð hvort þitt netfang er þar á meðal

790 milljónum netfanga og lykilorða lekið á netið – Svona getur þú séð hvort þitt netfang er þar á meðal
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hin fullkomna tía – 60 milljónir áhorfa á 10 dögum

Hin fullkomna tía – 60 milljónir áhorfa á 10 dögum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þrjú grunsamleg dauðsföll á einum mánuði – „Áhyggjuefni og hræðilegt“

Þrjú grunsamleg dauðsföll á einum mánuði – „Áhyggjuefni og hræðilegt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg sjón blasti við 16 ára stúlku þegar hún kafaði í sjónum – Sjáðu myndbandið

Ótrúleg sjón blasti við 16 ára stúlku þegar hún kafaði í sjónum – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tóku til sinna ráða þegar þeir komust að skuggalegu leyndarmáli nágranna síns

Tóku til sinna ráða þegar þeir komust að skuggalegu leyndarmáli nágranna síns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skýr skilaboð frá NASA – „Þessu myndum við aldrei halda leyndu“

Skýr skilaboð frá NASA – „Þessu myndum við aldrei halda leyndu“