Pressan

Saka íslenskt fyrirtæki um villandi markaðssetningu í Danmörku – „Sýnist þetta vera svikamylla“

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 14. október 2018 13:05

Vefsíða Dohop.dk

Dönsku neytendasamtökin Tænk hafa kært þrjár leitarsíður, sem segjast alltaf finna ódýrustu flugmiðana á markaðnum, til umboðsmanns neytenda. Meðal leitarsíðnanna er Dohop.dk sem er í eigu Dohop.is sem er íslenskt fyrirtæki. Síðurnar eru kærðar fyrir villandi markaðssetningu en þær segjast alltaf finna ódýrustu flugmiðana á markaðnum.

Skýrt er frá kærunum á heimasíðu Tænk. Auk þeirra þriggja leitarsíðna sem voru kærðar fyrir villandi markaðssetningu voru tvær til viðbótar kærðar fyrir að birta auglýsingar sem hluta af leitarniðurstöðunum.

Tænk gerði rannsókn á 14 leitarvélum, sem sérhæfa sig í leit að flugmiðum, og kannaði niðurstöðurnar sem leit skilaði og hvort rétt væri að leitarvélarnar fyndu alltaf ódýrustu flugferðirnar. Eins og fyrr segir voru það þrjár leitarvélar sem ekki stóðu undir markaðssetningu sinni um að þær finni alltaf ódýrustu flugferðirnar og er Dohop.dk ein þeirra.

Á vefsíðu Tænk kemur fram að Dohop.dk hafi markaðssett sig í Danmörku með að leitarvélin finni ódýrustu flugmiðana sem eru í boðið á markaðnum. Tænk leitaði að 5 flugferðum með leitarvélinni og skilaði hún aldrei ódýrustu fargjöldum sem í boði voru. Af þeim sökum hefur Tænk kært Dohop.dk til umboðsmanns neytenda og biður hann um að taka afstöðu til hvort markaðssetning fyrirtækisins er villandi.

Á vefsíðu Tænk er haft eftir Davíð Gunnarssyni, hjá Dohop, að þar á bæ sé fólk hissa á kærunni en sé í meginatriðum sammála um að ekki eigi að segja að leitarvélin finni ódýrustu flugmiðana því engin leitarvél geti ábyrgst að finna alltaf ódýrustu verðin. Í tölvupósti til Tænk sagði hann að þessu yrði breytt á heimasíðunni.

Málið hefur einnig komið til umræðu á Facebooksíðunni Bakland ferðaþjónustunnar.

Færsla Jóns Hauks í Baklandi ferðaþjónustunnar.

Þar segir Þór Saari meðal annars í ummælum um málið:

„Sammála þessu. Verslaði gegnum DoHop um daginn og þegar upp var staðið var verðið hærra en áætlunarflug. Sýnist þetta vera svikamylla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Átta manna fjölskylda var myrt á kerfisbundin hátt árið 2016: Nú hafa fjórir úr annarri fjölskyldu verið handteknir

Átta manna fjölskylda var myrt á kerfisbundin hátt árið 2016: Nú hafa fjórir úr annarri fjölskyldu verið handteknir
Pressan
Í gær

Vantar þig íbúð? Hér er offramboð af húsnæði

Vantar þig íbúð? Hér er offramboð af húsnæði
Fyrir 2 dögum

Spáð sumarblíðu um næstu helgi á rjúpunni

Spáð sumarblíðu um næstu helgi á rjúpunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynileg skjöl sýna hversu hræðilegar afleiðingar sólstormar geta haft á jörðinni

Leynileg skjöl sýna hversu hræðilegar afleiðingar sólstormar geta haft á jörðinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Apple er að hægja á iPhone-símum – Svona er hægt að laga það

Apple er að hægja á iPhone-símum – Svona er hægt að laga það
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fótbraut unnustu sína því hún sauð pasta ekki rétt – Neyddi hana síðan til að halda áfram að elda

Fótbraut unnustu sína því hún sauð pasta ekki rétt – Neyddi hana síðan til að halda áfram að elda