fbpx
Miðvikudagur 23.janúar 2019
Pressan

Sjö skólum lokað í Lundúnum – Falskar ekkjur herja á þá

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 14. október 2018 15:45

Fölsk ekkja. Mynd:Breska náttúrugripasafnið

Köngulóartegund sem sögð er sú hættulegasta á Bretlandseyjum er í miklum blóma þessa dagana og herjar víða í landinu. Yfirvöld hafa gripið til þess ráðs að loka sjö skólum í austurhluta Lundúnaborgar vegna mikils fjölda köngulóa af þessari tegund í húsnæði skólanna. Tegundin heitir Steatoda nobilis á latínu en er í daglegu tali nefnd ”fölsk ekkja”.

BBC skýrir frá þessu. Lokanirnar hafa áhrif á mörg þúsund nemendur en þeir yngstu fá þó kennslu annarsstaðar á meðan unnið er að því að leita að köngulóm og fjarlægja þær úr skólabyggingunum.

Falska ekkjan er sögð frekar friðsöm og bíti ekki fólk nema hún verði hrædd, sé ögrað eða komist í vandræði. Bit hennar getur valdið einkennum sem líkjast inflúensu og bólgum ef ekki er brugðist hratt við. Það getur einnig verið banvænt en það er þó sjaldgæft að fólk látist af völdum bits köngulóa af þessari tegund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

790 milljónum netfanga og lykilorða lekið á netið – Svona getur þú séð hvort þitt netfang er þar á meðal

790 milljónum netfanga og lykilorða lekið á netið – Svona getur þú séð hvort þitt netfang er þar á meðal
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hin fullkomna tía – 60 milljónir áhorfa á 10 dögum

Hin fullkomna tía – 60 milljónir áhorfa á 10 dögum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þrjú grunsamleg dauðsföll á einum mánuði – „Áhyggjuefni og hræðilegt“

Þrjú grunsamleg dauðsföll á einum mánuði – „Áhyggjuefni og hræðilegt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg sjón blasti við 16 ára stúlku þegar hún kafaði í sjónum – Sjáðu myndbandið

Ótrúleg sjón blasti við 16 ára stúlku þegar hún kafaði í sjónum – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tóku til sinna ráða þegar þeir komust að skuggalegu leyndarmáli nágranna síns

Tóku til sinna ráða þegar þeir komust að skuggalegu leyndarmáli nágranna síns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skýr skilaboð frá NASA – „Þessu myndum við aldrei halda leyndu“

Skýr skilaboð frá NASA – „Þessu myndum við aldrei halda leyndu“