fbpx
Miðvikudagur 23.janúar 2019
Pressan

Upplýst um það sem Stephen Hawking óttaðist mest – Hryllileg framtíðarsýn

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 14. október 2018 20:00

Stephen Hawking. Mynd/NASA

Hinn heimsþekkti eðlisfræðingur Stephen Hawking, sem lést í mars 76 ára að aldri, hafði áhyggjur af framtíð mannkynsins og taldi margar hættur steðja að okkur sem tegund. Nú hefur verið gefin út bók sem heitir Brief Answers to Big Questions en í henni eru birtar greinar og minnisblöð Hawking.

Það sem hann óttaðist einna mest, samkvæmt því sem fram kemur í bókinni, er að ofurríkt fólk muni nýta fjármuni sína til að láta breyta erfðaefni barna sinna til að bæta minni þeirra og ónæmi gegn sjúkdómum. Þetta taldi Hawking að myndi stefna öðrum í hættu og það jafnvel þótt stjórnmálamenn myndu reyna að grípa inn í þessa þróun. Hann óttaðist að til yrði nýtt afbrigði manna, ofurmenni, sem myndu á endanum gera út af við mannkynið eins og við þekkjum það í dag.

The Sunday Times hefur birt kafla úr bókinni þar sem segir meðal annars:

„Ég er viss um að á þessari öld muni menn finna aðferð til að breyta gáfum og eðlsihvötum eins og árásarhvöt. Lög munu væntanlega verða sett til að banna að átt sé við erfðamengi manna. En sumir munu ekki standast freistinguna og vilja betrumbæta eiginleika manna, til dæmis minni, mótstöðu gegn sjúkdómum og lífslengd.“

Þetta mun að mati Hawking valda miklum vanda fyrir fólk sem hefur ekki fengið sömu meðferð og mun það ekki verða samkeppnisfært. Hann taldi að þetta gæti leitt til útrýmingar mannkyns í þeirri mynd sem það er í í dag. Í staðinn verði til tegund sem er sjálfhönnuð og bætir sig í sífellu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

790 milljónum netfanga og lykilorða lekið á netið – Svona getur þú séð hvort þitt netfang er þar á meðal

790 milljónum netfanga og lykilorða lekið á netið – Svona getur þú séð hvort þitt netfang er þar á meðal
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hin fullkomna tía – 60 milljónir áhorfa á 10 dögum

Hin fullkomna tía – 60 milljónir áhorfa á 10 dögum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þrjú grunsamleg dauðsföll á einum mánuði – „Áhyggjuefni og hræðilegt“

Þrjú grunsamleg dauðsföll á einum mánuði – „Áhyggjuefni og hræðilegt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg sjón blasti við 16 ára stúlku þegar hún kafaði í sjónum – Sjáðu myndbandið

Ótrúleg sjón blasti við 16 ára stúlku þegar hún kafaði í sjónum – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tóku til sinna ráða þegar þeir komust að skuggalegu leyndarmáli nágranna síns

Tóku til sinna ráða þegar þeir komust að skuggalegu leyndarmáli nágranna síns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skýr skilaboð frá NASA – „Þessu myndum við aldrei halda leyndu“

Skýr skilaboð frá NASA – „Þessu myndum við aldrei halda leyndu“