fbpx
Laugardagur 15.desember 2018
Pressan

Fyrrum bassaleikari 3 Doors Down í tíu ára fangelsi

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 15. október 2018 20:30

Todd Harrell, fyrrverandi bassaleikari rokksveitarinnar 3 Doors Down, hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi. Harrell var einn af stofnendum sveitarinnar sem naut mikilla vinsælda upp úr aldamótum.

Meðal þekktustu laga sveitarinnar eru Kryptonite og Here Without You.

Todd var meðlimur sveitarinnar á árunum 1996 til 2013 en hann var dæmdur í fangelsi á dögunum fyrir vopnalagabrot. Það var í júní síðastliðnum að lögreglan var kölluð að heimili hans. Eiginkona hans sagði að þau hefðu rifist og Todd beitt hana líkamlegu ofbeldi.

Þegar lögreglan kom á vettvang komu lögregluþjónar auga á skotvopn og fíkniefni í íbúðinni. Þar sem Todd var á sakaskrá fyrir að verða valdur að banaslysi í umferðinni árið 2013 mátti hann ekki hafa skotvopn undir höndum. Var hann því ákærður fyrir ólöglegan vopnaburð og ákvað dómari í málinu að dæma Todd til hámarksfangelsisvistar, eða tíu ár bak við lás og slá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Snarlúkkar þessi kerra!
Pressan
Í gær

Sagði að pabbi hans hefði gengið út árið 1961 – Var í kjallaranum allan tímann

Sagði að pabbi hans hefði gengið út árið 1961 – Var í kjallaranum allan tímann
Pressan
Í gær

Rottufaraldur í höfuðborginni

Rottufaraldur í höfuðborginni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Samsæri í geimnum? Dularfullt gat á rússnesku geimfari – Galli eða skemmdarverk

Samsæri í geimnum? Dularfullt gat á rússnesku geimfari – Galli eða skemmdarverk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hasar í breska þinginu – Corbyn sótti hart að May – Sjáðu myndböndin

Hasar í breska þinginu – Corbyn sótti hart að May – Sjáðu myndböndin