Pressan

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. október 2018 07:36

Krydd frá Santa Maria.

Margir Svíar hafa eflaust fagnað mjög í morgun þegar skýrt var frá því að stóra kryddmálið sé nú að leysast og allt við að falla aftur í sama farið og áður. Málið hafði farið illa í marga undanfarnar vikur og hefur það fengið töluverða umfjöllun.

Málið snýst um að kryddframleiðandinn Santa Maria, sem er væntanlega mörgum Íslendingum að góðu kunnur, ákvað nýlega að breyta sumum kryddstaukunum sem fyrirtækið selur. Á mörgum kryddum er hægt að velja um mismunandi stillingar á dreifingu kryddsins með plastloki sem er yfir stauknum. Það er til dæmis hægt að hafa „galopið“ svo krydd hellist bara út í stórum skömmtum. Síðan er hægt að hafa „dreifara“ en þá eru lítil göt á lokinu sem tryggja að mun minna sáldrast úr stauknum.

Santa Maria ákvað einmitt að hætt að hafa „dreifara“ möguleikann á sumum kryddtegundum og það gerði eiginlega allt vitlaust.

„Nú kemur tvöfalt meira en áður úr í einu, óþægilegt og smekklaust með allt þetta krydd í munninum.“

Sagði einn viðskiptavinur fyrirtækisins meðal annars og aðrir kvörtuðu undan því sama, að þeir fengju alltof mikið krydd á matinn og það væri mjög erfitt að setja hæfilega skammta á matinn. Öðrum datt í hug að markmiðið með þessu væri einfaldlega að auka kryddsöluna því óneitanlega notaði fólk meira krydd þegar það gæti ekki stráð því fínlega yfir matinn heldur yrði nánast að hella því í miklu magni yfir.

Nú hefur Santa Maria sem sagt látið undan þrýstingi neytenda og hættir notkun þessara nýju plastloka og verða umbúðirnar eins og áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Átta manna fjölskylda var myrt á kerfisbundin hátt árið 2016: Nú hafa fjórir úr annarri fjölskyldu verið handteknir

Átta manna fjölskylda var myrt á kerfisbundin hátt árið 2016: Nú hafa fjórir úr annarri fjölskyldu verið handteknir
Pressan
Í gær

Vantar þig íbúð? Hér er offramboð af húsnæði

Vantar þig íbúð? Hér er offramboð af húsnæði
Fyrir 2 dögum

Spáð sumarblíðu um næstu helgi á rjúpunni

Spáð sumarblíðu um næstu helgi á rjúpunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynileg skjöl sýna hversu hræðilegar afleiðingar sólstormar geta haft á jörðinni

Leynileg skjöl sýna hversu hræðilegar afleiðingar sólstormar geta haft á jörðinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Apple er að hægja á iPhone-símum – Svona er hægt að laga það

Apple er að hægja á iPhone-símum – Svona er hægt að laga það
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fótbraut unnustu sína því hún sauð pasta ekki rétt – Neyddi hana síðan til að halda áfram að elda

Fótbraut unnustu sína því hún sauð pasta ekki rétt – Neyddi hana síðan til að halda áfram að elda