fbpx
Miðvikudagur 23.janúar 2019
Pressan

Trump viðurkennir að loftslagsbreytingarnar séu ekki blekking

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. október 2018 06:37

Rætt var við Donald Trump, Bandaríkjaforseta, í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes á CBS sjónvarpsstöðinni í gær. Komið var inn á ýmis mál en það sem vakti einna mesta athygli voru þau ummæli Trump að hann telji að loftslagsbreytingar séu staðreynd og því ekki blekking eins og hann hefur áður haldið fram. Hann sagðist þó ekki sannfærður um að loftslagsbreytingarnar væru af mannavöldum og að hann telji að þær muni ganga til baka.

„Ég held ekki að þetta sé blekking en ég veit ekki hvort þær eru af mannavöldum. En eitt veit ég: Ég ætla ekki að eyða billjörðum dollara út af þessu. Ég hef ekki í hyggju að tapa milljónum starfa.“

Í tísti frá því í nóvember 2012 skrifaði Trump að fréttir um loftslagsbreytingar væru blekkingaraðgerð sem Kínverjar stæðu á bak við.

„Hugtakið hnattræn hlýnun var fundið upp til að gagnast Kínverjum til að tryggja að Bandaríkin væru ekki samkeppnisfær í framleiðslu.“

Sagði Trump þá. Hann hefur síðan sagt að hann hafi ekki meint það í alvöru að Kínverjar tengist þessu en hefur margoft sagt loftslagsbreytingar vera blekkingu eina. En nú hefur afstaða hans breyst.

„Ég hafna því ekki að loftslagsbreytingar séu að eiga sér stað. En þær geta gengið til baka. Þar erum við að tala um milljónir ára.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

790 milljónum netfanga og lykilorða lekið á netið – Svona getur þú séð hvort þitt netfang er þar á meðal

790 milljónum netfanga og lykilorða lekið á netið – Svona getur þú séð hvort þitt netfang er þar á meðal
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hin fullkomna tía – 60 milljónir áhorfa á 10 dögum

Hin fullkomna tía – 60 milljónir áhorfa á 10 dögum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þrjú grunsamleg dauðsföll á einum mánuði – „Áhyggjuefni og hræðilegt“

Þrjú grunsamleg dauðsföll á einum mánuði – „Áhyggjuefni og hræðilegt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg sjón blasti við 16 ára stúlku þegar hún kafaði í sjónum – Sjáðu myndbandið

Ótrúleg sjón blasti við 16 ára stúlku þegar hún kafaði í sjónum – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tóku til sinna ráða þegar þeir komust að skuggalegu leyndarmáli nágranna síns

Tóku til sinna ráða þegar þeir komust að skuggalegu leyndarmáli nágranna síns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skýr skilaboð frá NASA – „Þessu myndum við aldrei halda leyndu“

Skýr skilaboð frá NASA – „Þessu myndum við aldrei halda leyndu“