Pressan

„Við ættum að skammast okkar“ – Vara við gríðarlegum hörmungum

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 15. október 2018 18:00

Mikil hætta er á að mjög alvarleg hungursneyð stefni lífi milljóna íbúa Jemens í hættu á næstu mánuðum. Þetta segir Lise Grande, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Jemen. Versta hungursneyð í hundrað ár gæti verið yfirvofandi ef Sádar láta ekki af loftárásum á landið.

Lise segir að líf tólf til þrettán milljóna íbúa sé í bráðri hættu. Varar hún við að miklar hörmungar gætu orðið í landinu á næstu þremur mánuðum.

„Ég held að býsna mörg okkar hafi talið það óhugsandi þegar við gengum inn í 21. öldina að álíka hungursneyð myndi endurtaka sig og átti sér stað í Eþíópíu, Bengal og í hlutum Sovétríkjanna á sínum tíma – það þótti algjörlega óboðlegt. Mörg okkar höfðu þá trú að þetta myndi aldrei endurtaka sig, en raunin er sú að við stöndum frammi fyrir þessari ógn í Jemen,“ segir Lise.

Borgarastyrjöld hefur geysað í Jemen frá árinu 2015 og hafa áhrifin á almenning verið gríðarleg. Minnst tíu þúsund óbreyttir borgarar hafa fallið og milljónir hafa þurft að yfirgefa heimili sín.

„Það er engin spurning að við ættum að skammast okkar,“ segir Lise og á þar við sinnuleysi yfirvalda um allan heim að bregðast við þessari stöðu. Þessi ummæli lét hún falla skömmu eftir að hersveitir Sáda gerðu loftárás skammt frá hafnarborginni Hodeidah með þeim afleiðingum að fimmtán létust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur