fbpx
Miðvikudagur 23.janúar 2019
Pressan

Norðmenn og Þjóðverjar standa frammi fyrir alvarlegum lýðheilsuvanda meðal barna – Sérfræðingar eru ráðþrota

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. október 2018 17:00

Ekki lítur þetta vel út. Mynd: Dr.Norbert Krämer, DGZMK

Samtök þýskra tannlækna segja að þjóðin standi frammi fyrir nýjum lýðheilsufaraldri því um 30 prósent 12 ára barna eru með svo lélegan tannglerjung að það er mikið vandamál. Á fréttamannafundi í vor sagði Dr. Norbert Krämer að þetta sé að verða lýðheilsuvandi.

Ekki er vitað hvað veldur þessu. Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar til að reyna að finna ástæðuna. Meðal þess sem hefur verið rannsakað eru áhrif brjóstagjafar, lyfja, eiturefna í umhverfinu, vandamál í fæðingu eða hvort fjölskylduaðstæður og/eða efnahagur fjölskyldna komi við sögu. Nú hallast vísindamenn hellst að því að börn sem glíma við mikil veikindi á fyrstu æviárunum glími frekar við glerjungsvanda. En þeir hafa þó ákveðinn fyrirvara á þessu því börn sem ekki hafa glímt við slík veikindi glíma einnig við glerjungsvanda.

TV2 hefur eftir Ingvild Brusevold, tannlækni, að norskir tannlæknar sjái mörg svona tilfelli. Hún sagðist vonast til að fræðsla til foreldra og barna gæti haldið tilfellunum í lágmarki en ekki sé hægt að koma í veg fyrir þetta með öllu því ekki sé vitað hver ástæðan er.

Það eru aðallega sex ára jaxlar og framtennurnar sem glerjungsskorturinn gerir vart við sig á. Talið er að um 15 prósent norskra barna glími við glerjungsvanda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

790 milljónum netfanga og lykilorða lekið á netið – Svona getur þú séð hvort þitt netfang er þar á meðal

790 milljónum netfanga og lykilorða lekið á netið – Svona getur þú séð hvort þitt netfang er þar á meðal
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hin fullkomna tía – 60 milljónir áhorfa á 10 dögum

Hin fullkomna tía – 60 milljónir áhorfa á 10 dögum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þrjú grunsamleg dauðsföll á einum mánuði – „Áhyggjuefni og hræðilegt“

Þrjú grunsamleg dauðsföll á einum mánuði – „Áhyggjuefni og hræðilegt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg sjón blasti við 16 ára stúlku þegar hún kafaði í sjónum – Sjáðu myndbandið

Ótrúleg sjón blasti við 16 ára stúlku þegar hún kafaði í sjónum – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tóku til sinna ráða þegar þeir komust að skuggalegu leyndarmáli nágranna síns

Tóku til sinna ráða þegar þeir komust að skuggalegu leyndarmáli nágranna síns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skýr skilaboð frá NASA – „Þessu myndum við aldrei halda leyndu“

Skýr skilaboð frá NASA – „Þessu myndum við aldrei halda leyndu“