fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Svakaleg varnaðarorð Stephen Hawking

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 16. október 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný bók eftir enska eðlisfræðinginn Stephen Hawking, Brief Answers to the Big Questions, kemur út í dag og er óhætt að segja að bókarinnar sé beðið með talsverðri eftirvæntingu.

Eins og kunnugt er féll þessi virti vísindamaður frá í mars síðastliðnum, 76 ára að aldri.

Hans síðasta verk er sem fyrr segir væntanlegt í verslanir á morgun og, eins og nafnið gefur til kynna, er þar reynt að leita svara við áleitnum spurningum.

Í bókinni er meðal annars að finna varnaðarorð frá Hawking um þróun mannkyns og þær tækniframfarir sem óhjákvæmilega munu eiga sér stað í framtíðinni.

Þannig segir Hawking í bók sinni að þegar fram líða stundir muni fólk öðlast mun betri skilning á erfðavísindum; ekki sé hægt að útiloka að þeir sem hafa nóg af peningum milli handanna muni geta breytt sér í hálfgerðar ofurmanneskjur með aðstoð tækninnar. Þetta fólk muni stýra heiminum, lifa lengur en aðrir, búa yfir betra minni en aðrir og meiri líkamlegum styrk svo dæmi séu tekin.

Stephen Hawking. Mynd/NASA

Hawking segir að þetta muni valda deilum og gremju, sérstaklega meðal þeirra sem njóta ekki þessara forréttinda. „Hugsanlega mun þetta fólk deyja út,“ segir í útdrætti bókarinnar sem Sunday Times birti um helgina.

Hawking segir að lög verði sett til að stemma stigu við þessum framförum eða takmarka þær. Þau munu duga skammt þar sem fólk muni ekki geta staðist freistinguna sem felst í því að uppfæra sig, ef svo má að orði komast.

En hvenær mun þetta gerast?

Hawking segir í bók sinni að líklega munum við fá smjörþefinn af þessu síðar á þessari öld – þeir ríku munu hafa þennan möguleika. Ef og þegar þetta gerist munu hinir uppfærðu líklega nýelnduvæða svæði í geimnum. Þar sem um „uppfærða“ einstaklinga er að ræða, eins og Hawking kallar þá, munu þeir geta aðlagast lífinu utan jarðar á tiltölulega auðveldan hátt. Á jörðinni munu hinir sitja eftir, þeir sem ekki hafa aðgang að sömu tækni og hugsanlega deyja út, til dæmis af völdum loftslagsbreytinga eða ef loftsteinn skellur á jörðinni.

Allt eru þetta vangaveltur en áhugaverðar engu að síður. Hvort af þessu verður skal ósagt látið en Hawking er ekki fyrsti vísindamaðurinn sem varar við þessu.

Í bók sinni svarar hann einnig þeirri spurningu hvort Guð sé til. Hawking er sjálfur þeirrar skoðunar að hann sé ekki til. Vissulega megi kalla lögmál vísindanna ýmsum nöfnum en Guð, í þeim skilningi að hann sé einhver sem hægt er að leita til og spyrja spurninga, sé ekki til í þeim skilningi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Orrustan um Bretland

Orrustan um Bretland
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nokkrar mýtur um kvef, hálsbólgu og flensu

Nokkrar mýtur um kvef, hálsbólgu og flensu