fbpx
Miðvikudagur 23.janúar 2019
Pressan

Töldu að fyrirsætan hefði látist í bílslysi – Rannsókn leiddi annað í ljós

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 16. október 2018 18:00

Ófögur sjón blasti við viðbragðsaðilum í Riverdale, úthverfi Atlanta í Bandaríkjunum, á dögunum. Harður þriggja bíla árekstur virtist hafa orðið og var ung kona, ökumaður Mözdu 626-bifreiðar, flutt alvarlega slösuð á sjúkrahús.

Konunni var haldið sofandi í öndunarvél fyrst um sinn en á miðvikudag í síðustu viku lést hún af áverkum sínum.

Konan sem um ræðir var 28 ára og hét Kelsey Quayle. Kelsey þessi hafði meðal annars starfað sem fyrirsæta og flutti hún til Atlanta fyrir tveimur mánuðum til að sinna því áhugamáli sínu af fullum þunga. Eftir að hún var flutt á sjúkrahús tóku læknar eftir því að skotsár var á hálsi hennar. Telur lögreglan fullvíst að hún hafi verið skotin áður en áreksturinn varð en svo virðist sem hún hafi misst stjórn á ökutæki sínu og ekið framan á tvær bifreiðar sem komu á móti.

Þennan örlagaríka dag var Kelsey á leið í vinnuna. Hún starfaði á skrifstofu tannlæknis í Riverdale samhliða fyrirsætustörfum sínum og segir systir hennar í samtali við ABC News að fjölskyldan sé miður sín vegna málsins og raunar engu nær um hver hafi skotið hana.

Lögregla hefur lagt mikinn þunga í rannsókn málsins síðustu daga og lýst eftir hugsanlegum vitnum að slysinu og því sem gerðist áður en áreksturinn varð. Enn sem komið er hefur enginn verið handtekinn vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

790 milljónum netfanga og lykilorða lekið á netið – Svona getur þú séð hvort þitt netfang er þar á meðal

790 milljónum netfanga og lykilorða lekið á netið – Svona getur þú séð hvort þitt netfang er þar á meðal
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hin fullkomna tía – 60 milljónir áhorfa á 10 dögum

Hin fullkomna tía – 60 milljónir áhorfa á 10 dögum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þrjú grunsamleg dauðsföll á einum mánuði – „Áhyggjuefni og hræðilegt“

Þrjú grunsamleg dauðsföll á einum mánuði – „Áhyggjuefni og hræðilegt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg sjón blasti við 16 ára stúlku þegar hún kafaði í sjónum – Sjáðu myndbandið

Ótrúleg sjón blasti við 16 ára stúlku þegar hún kafaði í sjónum – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tóku til sinna ráða þegar þeir komust að skuggalegu leyndarmáli nágranna síns

Tóku til sinna ráða þegar þeir komust að skuggalegu leyndarmáli nágranna síns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skýr skilaboð frá NASA – „Þessu myndum við aldrei halda leyndu“

Skýr skilaboð frá NASA – „Þessu myndum við aldrei halda leyndu“