Pressan

Veiðimaður skaut hjólreiðamann til bana

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 16. október 2018 07:34

Marc Sutton rak veitingastað á svæðinu.

Þrjátíu og fjögurra ára Breti, Marc Sutton, var skotinn til bana í Frönsku Ölpunum um helgina. Sutton þessi rak eigin veitingastað í Les Gets en hann var á reiðhjóli á laugardagskvöld þegar hann var skotinn.

Í frétt Independent kemur fram að 22 ára karlmaður, sem var við veiðar á svæðinu, hafi skotið Sutton á laugardagskvöld. Svo virðist vera sem um skelfilegt slys hafi verið að ræða og var veiðimanninum veitt áfallahjálp í kjölfarið.

Slysið var skammt frá skíðasvæðinu í Montriond og var Sutton á fjallahjóli á skógi vöxnu svæði. Maðurinn sem ber ábyrgð á dauða Suttons á yfir höfði sér ákæru og fangelsisdóm vegna málsins.

Þetta er ekki fyrsta dauðsfallið af svipuðum toga á þessum slóðum. Á síðasta ári var 59 ára fjallgöngumaður skotinn til bana af veiðimanni á villisvínaveiðum. Þá var þrettán ára piltur skotinn til bana af afa sínum á síðasta ári, en þeir voru saman á veiðum þegar slysið varð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Átta manna fjölskylda var myrt á kerfisbundin hátt árið 2016: Nú hafa fjórir úr annarri fjölskyldu verið handteknir

Átta manna fjölskylda var myrt á kerfisbundin hátt árið 2016: Nú hafa fjórir úr annarri fjölskyldu verið handteknir
Pressan
Í gær

Vantar þig íbúð? Hér er offramboð af húsnæði

Vantar þig íbúð? Hér er offramboð af húsnæði
Fyrir 2 dögum

Spáð sumarblíðu um næstu helgi á rjúpunni

Spáð sumarblíðu um næstu helgi á rjúpunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynileg skjöl sýna hversu hræðilegar afleiðingar sólstormar geta haft á jörðinni

Leynileg skjöl sýna hversu hræðilegar afleiðingar sólstormar geta haft á jörðinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Apple er að hægja á iPhone-símum – Svona er hægt að laga það

Apple er að hægja á iPhone-símum – Svona er hægt að laga það
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fótbraut unnustu sína því hún sauð pasta ekki rétt – Neyddi hana síðan til að halda áfram að elda

Fótbraut unnustu sína því hún sauð pasta ekki rétt – Neyddi hana síðan til að halda áfram að elda