fbpx
Miðvikudagur 23.janúar 2019
Pressan

Veiðimaður skaut hjólreiðamann til bana

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 16. október 2018 07:34

Marc Sutton rak veitingastað á svæðinu.

Þrjátíu og fjögurra ára Breti, Marc Sutton, var skotinn til bana í Frönsku Ölpunum um helgina. Sutton þessi rak eigin veitingastað í Les Gets en hann var á reiðhjóli á laugardagskvöld þegar hann var skotinn.

Í frétt Independent kemur fram að 22 ára karlmaður, sem var við veiðar á svæðinu, hafi skotið Sutton á laugardagskvöld. Svo virðist vera sem um skelfilegt slys hafi verið að ræða og var veiðimanninum veitt áfallahjálp í kjölfarið.

Slysið var skammt frá skíðasvæðinu í Montriond og var Sutton á fjallahjóli á skógi vöxnu svæði. Maðurinn sem ber ábyrgð á dauða Suttons á yfir höfði sér ákæru og fangelsisdóm vegna málsins.

Þetta er ekki fyrsta dauðsfallið af svipuðum toga á þessum slóðum. Á síðasta ári var 59 ára fjallgöngumaður skotinn til bana af veiðimanni á villisvínaveiðum. Þá var þrettán ára piltur skotinn til bana af afa sínum á síðasta ári, en þeir voru saman á veiðum þegar slysið varð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

790 milljónum netfanga og lykilorða lekið á netið – Svona getur þú séð hvort þitt netfang er þar á meðal

790 milljónum netfanga og lykilorða lekið á netið – Svona getur þú séð hvort þitt netfang er þar á meðal
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hin fullkomna tía – 60 milljónir áhorfa á 10 dögum

Hin fullkomna tía – 60 milljónir áhorfa á 10 dögum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þrjú grunsamleg dauðsföll á einum mánuði – „Áhyggjuefni og hræðilegt“

Þrjú grunsamleg dauðsföll á einum mánuði – „Áhyggjuefni og hræðilegt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg sjón blasti við 16 ára stúlku þegar hún kafaði í sjónum – Sjáðu myndbandið

Ótrúleg sjón blasti við 16 ára stúlku þegar hún kafaði í sjónum – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tóku til sinna ráða þegar þeir komust að skuggalegu leyndarmáli nágranna síns

Tóku til sinna ráða þegar þeir komust að skuggalegu leyndarmáli nágranna síns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skýr skilaboð frá NASA – „Þessu myndum við aldrei halda leyndu“

Skýr skilaboð frá NASA – „Þessu myndum við aldrei halda leyndu“