fbpx
Miðvikudagur 23.janúar 2019
Pressan

Alræmdur svikahrappur þóttist vera látinn – Handtekinn í frönskum kastala frá 13. öld þar sem hann lifði eins og kóngur

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 17. október 2018 07:02

Franska lögreglan handtók á dögunum úkraínskan karlmann sem grunaður er um ýmislegt misjafnt. Þetta væri kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að maðurinn var handtekinn í glæsilegum kastala frá 13. öld skammt frá borginni Dijon.

Maðurinn sem um ræðir er grunaður um að standa á bak við þaulskipulagða og flókna svikafléttu auk þess að vera grunaður um peningaþvætti, að því er segir í tilkynningu frá Europol.

Maðurinn virðist hafa gengið býsna langt til að freista þess að komast undan hinum langa armi laganna. Þannig er hann sagður hafa falsað dánarvottorð sitt til að kaupa sér frið frá lögreglu sem leitaði hans.

Í frétt Bloomberg kemur fram að yfirvöld hafi komist á sporið í janúar þegar fyrirtæki, skráð í Lúxemborg, keypti kastalann. Síðar kom í ljós að umrætt fyrirtæki var í eigu Úkraínumannsins dularfulla. Lögregluyfirvöld í Frakklandi, Úkraínu og Lúxemborg unnu saman að rannsókn málsins og leiddi það til þess að lögregla réðist til inngöngu í kastalann þar sem maðurinn fannst.

Óhætt er að segja að maðurinn, sem heitir Dmytro Malynovsky samkvæmt fjölmiðlum í Úkraínu, hafi lifað eins og kóngur því lögregla lagði hald á eignir sem metnar eru á hátt í milljarð króna. Þar á meðal eru skartgripir og Rolls-Royce Phanton-lúxusbifreið auk málverka eftir fræga listmálara, Salvador Dali meðal annars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Langar þig að eignast sumarhús? Selja fjölda húsa á 140 krónur

Langar þig að eignast sumarhús? Selja fjölda húsa á 140 krónur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknar björguðu lífi manns með því að gefa honum 15 bjóra

Læknar björguðu lífi manns með því að gefa honum 15 bjóra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bannaður fyrir lífstíð fyrir fáránlegt uppátæki í skemmtiferðaskipi – Sjáðu myndbandið

Bannaður fyrir lífstíð fyrir fáránlegt uppátæki í skemmtiferðaskipi – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Taka vafasamt barnaleikfang úr sölu – Kennir börnum að finna sinn innri Ethan Hunt

Taka vafasamt barnaleikfang úr sölu – Kennir börnum að finna sinn innri Ethan Hunt