fbpx
Miðvikudagur 23.janúar 2019
Pressan

Átján látnir eftir voðaverkið í Kerch

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 17. október 2018 13:38

Minnst átján eru látnir eftir að ungur piltur sprengdi heimatilbúna sprengju og hóf skotárás í skóla í borginni Kerch á Krímskaga í dag. Skólinn sem um ræðir er tækniskóli á menntaskólastigi og eru tugir sagðir særðir eftir árásina.

Að því er breska blaðið Guardian greinir frá var einn maður, 18 ára nemandi skólans, að verki. Hann er sagður hafa gengið inn vopnaður hríðskotabyssu. Skaut hann á nemendur og kennara áður en hann sprengdi heimatilbúna sprengju í matsal skólans.

Árásarmaðurinn er sagður hafa svipt sig lífi eftir voðaverkið. Lögregla hefur ekki staðfest hvort fleiri en einn hafi verið að verki en flest þykir benda til þess á þessu stigi málsins.

Kerch er borg austast á Krímskaga sem hefur verið miðpunktur átaka Rússa og Úkraínumanna á undanförnum árum. Yfirvöld í Rússlandi innlimuðu skagann árið 2014.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

790 milljónum netfanga og lykilorða lekið á netið – Svona getur þú séð hvort þitt netfang er þar á meðal

790 milljónum netfanga og lykilorða lekið á netið – Svona getur þú séð hvort þitt netfang er þar á meðal
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hin fullkomna tía – 60 milljónir áhorfa á 10 dögum

Hin fullkomna tía – 60 milljónir áhorfa á 10 dögum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þrjú grunsamleg dauðsföll á einum mánuði – „Áhyggjuefni og hræðilegt“

Þrjú grunsamleg dauðsföll á einum mánuði – „Áhyggjuefni og hræðilegt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg sjón blasti við 16 ára stúlku þegar hún kafaði í sjónum – Sjáðu myndbandið

Ótrúleg sjón blasti við 16 ára stúlku þegar hún kafaði í sjónum – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tóku til sinna ráða þegar þeir komust að skuggalegu leyndarmáli nágranna síns

Tóku til sinna ráða þegar þeir komust að skuggalegu leyndarmáli nágranna síns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skýr skilaboð frá NASA – „Þessu myndum við aldrei halda leyndu“

Skýr skilaboð frá NASA – „Þessu myndum við aldrei halda leyndu“