Pressan

Átján látnir eftir voðaverkið í Kerch

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 17. október 2018 13:38

Minnst átján eru látnir eftir að ungur piltur sprengdi heimatilbúna sprengju og hóf skotárás í skóla í borginni Kerch á Krímskaga í dag. Skólinn sem um ræðir er tækniskóli á menntaskólastigi og eru tugir sagðir særðir eftir árásina.

Að því er breska blaðið Guardian greinir frá var einn maður, 18 ára nemandi skólans, að verki. Hann er sagður hafa gengið inn vopnaður hríðskotabyssu. Skaut hann á nemendur og kennara áður en hann sprengdi heimatilbúna sprengju í matsal skólans.

Árásarmaðurinn er sagður hafa svipt sig lífi eftir voðaverkið. Lögregla hefur ekki staðfest hvort fleiri en einn hafi verið að verki en flest þykir benda til þess á þessu stigi málsins.

Kerch er borg austast á Krímskaga sem hefur verið miðpunktur átaka Rússa og Úkraínumanna á undanförnum árum. Yfirvöld í Rússlandi innlimuðu skagann árið 2014.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Átta manna fjölskylda var myrt á kerfisbundin hátt árið 2016: Nú hafa fjórir úr annarri fjölskyldu verið handteknir

Átta manna fjölskylda var myrt á kerfisbundin hátt árið 2016: Nú hafa fjórir úr annarri fjölskyldu verið handteknir
Pressan
Í gær

Vantar þig íbúð? Hér er offramboð af húsnæði

Vantar þig íbúð? Hér er offramboð af húsnæði
Fyrir 2 dögum

Spáð sumarblíðu um næstu helgi á rjúpunni

Spáð sumarblíðu um næstu helgi á rjúpunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynileg skjöl sýna hversu hræðilegar afleiðingar sólstormar geta haft á jörðinni

Leynileg skjöl sýna hversu hræðilegar afleiðingar sólstormar geta haft á jörðinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Apple er að hægja á iPhone-símum – Svona er hægt að laga það

Apple er að hægja á iPhone-símum – Svona er hægt að laga það
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fótbraut unnustu sína því hún sauð pasta ekki rétt – Neyddi hana síðan til að halda áfram að elda

Fótbraut unnustu sína því hún sauð pasta ekki rétt – Neyddi hana síðan til að halda áfram að elda