Pressan

Hin fullkomna hefnd virðist hafa misheppnast

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 17. október 2018 07:30

Árið 1998 var Bandaríkjamaðurinn Horace Roberts handtekinn vegna gruns um morð á vinkonu sinni, Terry Yvette Cheek. Horace þvertók fyrir það að hafa banað henni en var engu að síður dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 1999.

Á dögunum var Horace aftur á móti sleppt úr fangelsi og hann hreinsaður af öllum ásökunum. Eftir tuttugu ár saklaus á bak við lás og slá var hann loks frjáls.

Forsaga málsins er sú að Horace og Terry voru samstarfsfélagar. Þau urðu fljótt hrifin af hvort öðru enda þótt Terry væri gift öðrum karlmanni. Þau hófu ástarsamband og hittust í laumi reglulega. Það var svo í apríl 1998 að Terry fannst látin eftir að hafa verið kyrkt.

Horace var handtekinn og töldu saksóknarar sig hafa nokkuð öruggt mál í höndunum. Á vettvangi fundust munir sem hægt var að tengja við Horace og töldu saksóknarar að hann hefði ráðið henni bana eftir að hún hótaði að enda samband þeirra.

Lögmenn Horace hafa lengi barist fyrir því að sanna sakleysi hans og það virðist hafa tekist þegar DNA-sýni voru tekin til endurskoðunar. Þau benda til þess að eiginmaður Terry, Googie Harris og frændi hans hafi myrt hana.

Justin Brooks, framkvæmdastjóri California Innocence Project, hefur unnið að máli Horace lengi og telur hann að Googie, eiginaður Terry, hafi skilið eftir vísbendingar á vettvangi sem bendluðu Horace við glæpinn. „Ég held að hann hafi verið að leita að hinni fullkomnu hefnd,“ segir Brooks við Washington Post.

Googie Harris og frændi hans, Joaquin Leal, eru nú í haldi lögreglu og mega þeir eiga von á að saksóknarar sæki mál gegn þeim fyrir morðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur