fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Ástarleikur endaði með ósköpum: Kastaðist úr rúminu og lamaðist

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 18. október 2018 05:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Claire Busby, 46 ára bresk kona, hefur höfðað mál gegn fyrirtæki sem framleiðir rúm eftir skelfilegt slys á heimili sínu.

Þannig er mál með vexti að Claire og maður hennar keyptu sér rúm árið 2013 sem framleitt var af Berkshire Bed Company. Kvöld eitt þegar Claire og maður hennar voru að stunda kynlíf kastaðist Claire úr rúminu með þeim afleiðingum að hún lamaðist.

Þau höfðu aðeins notað rúmið í eina viku og vill Claire meina að galli í hönnun rúmsins hafi valdið slysinu. Í frétt BBC kemur fram að Claire hafi setið klofvega yfir manni sínum þegar hún ætlaði að færa sig. Ekki vildi betur til en svo að hún datt aftur fyrir sig, kastaðist úr rúminu og lenti illa. Afleiðingar slyssins voru þær að hún lamaðist.

Maður Claire sagði fyrir dómi að hann hefði hlegið þegar Claire sagðist ekki geta hreyft útlimi sína. Hann hafi talið hana vera að grínast en þó áttað sig á alvarleika málsins skömmu síðar. Claire segir að botn rúmsins hafi verið gallaður, hæðarmunur hafi verið á fótum og rekja megi slysið til þess.

Framleiðendur rúmsins hafa hafnað ábyrgð á slysinu og því kom málið til kasta dómstóla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Orrustan um Bretland

Orrustan um Bretland
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku