fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Sjáðu hvað gerist þegar dróni rekst á flugvél

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 18. október 2018 10:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki að ástæðulausu að sérstaka aðgæslu þurfi þegar drónum er flogið í nágrenni flugvalla. Árið 2016 munaði aðeins 60 metrum að dróni lenti í árekstri við flugvél sem var að koma til lendingar á LAX-flugvellinum í Los Angeles.

Kevin Poorman, vísindamaður við University of Dayton Reasearch Institute, rannsakaði hvað hefði gerst ef dróninn hefði lent í árekstri við umrædda flugvél. Niðurstaðan er ekki beint falleg eins og meðfylgjandi myndband ber með sér.

Poorman og samstarfsmenn hans gerðu tilraun þar sem líkt var eftir árekstri dróna og flugvélar, nánar tiltekið hægri flugvélarvængs Mooney M20-flugvélar. Litlum dróna, af tegundinni DJI Phanton 2 quadcopter, var skotið á ógnarhraða á vænginn. Þó dróninn sé ekki ýkja stór var krafturinn nógu mikill til að gera stórt gat á vænginn.

Poorman segir við Wired að áreksturinn hafi verið nógu harður til að skemma vænginn. Áreksturinn gerði það að verkum að vængurinn var ófær um að sinna hlutverki sínu, vélin hefði því að líkindum hrapað.

Þess má geta að Poorman líkti einnig eftir árekstri fugls og flugvélar með svipuðum hætti. Tekið skal fram að hann notaði ekki alvöru fugl til verksins. Fuglinn olli miklu tjóni á vængnum; gatið var stærra en náði ekki jafn djúpt inn.

Hér má sjá myndbandið af árekstri drónans:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nokkrar mýtur um kvef, hálsbólgu og flensu

Nokkrar mýtur um kvef, hálsbólgu og flensu