fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

„Við þurfum að losna við gömlu konuna. Getur þú hjálpað mér?“

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 18. október 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pólverjinn Wojciech Janowski hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa fyrirskipað morð á tengdamóður sinni, milljarðamæringnum Héléne Pastor.

Málið hefur vakið talsverða athygli í Póllandi og Frakklandi enda var Janowski starfsmaður í utanríkisþjónustu Póllands og ræðismaður landsins í Mónakó.

Það var árið 2014 að Pastor var skotin ásamt bílstjóra sínum skammt frá borginni Nice í Frakklandi. Pastor var 77 ára, mjög eignamikil með um fjögur þúsund fasteignir, þar á meðal í Mónakó. Hún lést af sárum sínum eftir skotárásina.

Lögregla rannsakaði málið ítarlega og fljótlega kviknaði grunur um að Janowski hefði verið viðriðinn málið. Hann neitaði því staðfastlega, bæði í yfirheyrslum og fyrir dómstólum, en í vikunni játaði hann loksins sök. Fór svo að hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi.

Janowski er sagður hafa fyrirskipað morðið til að komast yfir auðæfi Pastor. Hann var kvæntur dóttur hennar, Sylviu Ratkowski, sem var einn af erfingjum móður sinnar.

Janowski var dæmdur fyrir að biðja einkaþjálfara sinn, Pascal Dauriac, um að finna leigumorðingja til verksins. Dauriac var dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir sinn þátt í málinu. Samine Aid Ahmed var ráðinn til verksins og samverkamaður hans var Al Hair Hamadi. Þeir fengu báðir lífstíðardóm.

Fyrir dómi kom fram að fyrirtæki sem Janowski rak hefðu staðið höllum fæti á þessum tíma. Eiginkona hans, fyrrnefnd Ratkowski, fékk 500 þúsund evrur á mánuði frá móður sinni. Þar sem Ratkowski greindist með krabbamein árið 2012 óttaðist Janowski að þessar greiðslur myndu hætta að berast ef hún myndi tapa þessari baráttu sinni.

Einkaþjálfari Janowski, Pascal Dauriac, bar vitni fyrir dómi þar sem hann lýsti því sem fram fór á milli þeirra þegar þeir ræddu að ráða leigumorðingja: „Þetta getur ekki haldið svona áfram. Sylvia er að verða veikari. Við þurfum að losna við gömlu konuna, getur þú hjálpað mér?“

Janowski grét í réttarsal þegar lögmaður las upp játninguna hans í vikunni. Var niðurstaðan sú að hann skyldi dæmdur í lífstíðarfangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Pressan
Í gær

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
Pressan
Í gær

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar