Pressan

Féll og braut báða fætur: Það var aðeins byrjunin á martröðinni

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 19. október 2018 07:35

John Waddell, 62 ára karlmaður í Arizona, má kallast heppinn að vera á lífi eftir að hafa lent í hrikalegu slysi á dögunum. Þannig er mál með vexti að Waddell var staddur skammt frá bænum Aguila, norðvestur af borginni Phoenix, í vikunni.

Waddell hugðist reyna að komast ofan í gullnámu á svæðinu af sjálfsdáðum. Sem betur fer hafði hann látið vin sinn, Terry Schrader, vita af áformum sínum og tjáð honum að ef hann skilaði sér ekki hefði eitthvað komið fyrir. Það var nákvæmlega það sem gerðist.

Þegar Waddell var að fikra sig ofan í námuna skrikaði honum fótur með þeim afleiðingum að hann datt niður í námuna. Fallið var nokkuð hátt og voru afleiðingarnar þær að hann fótbrotnaði á báðum fótum og var alls ófær um að koma sér upp aftur.

Við tók þá löng bið og var eina von Waddell að Terry myndi koma og gá að honum. Töluverður tími leið þó þar til það gerðist, eða heilir tveir dagar, og í millitíðinni þurfti Waddell meðal annars að berjast við áhugasama snáka sem skriðu í kringum hann. Í samtali við FOX 10 segir Waddell að hann hafi drepið þrjá snáka meðan hann lá sárþjáður, svangur og þyrstur á botni námunnar. Hann var með síma á sér en á þessu svæði, ofan í námunni, var vitanlega ekkert símasamband.

Þegar vinur hans hafði ekki skilað sér til baka fór Terry að leita. „Ég hafði talsverðar áhyggjur á þessum tímapunkti og smeykur um það sem myndi bíða mín,“ segir Terry sem óttaðist að vinur hans væri látinn. „Þegar ég lagði bílnum heyrði ég neyðarópin: „Hjálp, hjálp!“

Terry hringdi umsvifalaust á viðbragðsaðila sem mættu á svæðið. Þó nokkur tími leið áður en Terry náðist upp úr göngunum, eða sex klukkustundir. Terry er nú á batavegi og er útlit fyrir að hann muni ná sér að fullu þó ströng endurhæfing sé framundan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Átta manna fjölskylda var myrt á kerfisbundin hátt árið 2016: Nú hafa fjórir úr annarri fjölskyldu verið handteknir

Átta manna fjölskylda var myrt á kerfisbundin hátt árið 2016: Nú hafa fjórir úr annarri fjölskyldu verið handteknir
Pressan
Í gær

Vantar þig íbúð? Hér er offramboð af húsnæði

Vantar þig íbúð? Hér er offramboð af húsnæði
Fyrir 2 dögum

Spáð sumarblíðu um næstu helgi á rjúpunni

Spáð sumarblíðu um næstu helgi á rjúpunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynileg skjöl sýna hversu hræðilegar afleiðingar sólstormar geta haft á jörðinni

Leynileg skjöl sýna hversu hræðilegar afleiðingar sólstormar geta haft á jörðinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Apple er að hægja á iPhone-símum – Svona er hægt að laga það

Apple er að hægja á iPhone-símum – Svona er hægt að laga það
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fótbraut unnustu sína því hún sauð pasta ekki rétt – Neyddi hana síðan til að halda áfram að elda

Fótbraut unnustu sína því hún sauð pasta ekki rétt – Neyddi hana síðan til að halda áfram að elda