fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Draumafrí fjölskyldunnar breyttist í algjöra martröð

Ritstjórn Pressunnar
Laugardaginn 20. október 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chloe Sullivan og Michael Parrott, ungt breskt par, lenti í ömurlegri lífsreynslu fyrir skemmstu þegar þau hugðust fara í draumafríið sitt. Chloe og Michael eiga fjögurra ára dóttur og var Chloe ólétt af þeirra öðru barni þegar þau ákváðu að skella sér til Dóminíska lýðveldisins.

Þetta átti að vera hin fullkomna slökun áður en sonur þeirra kæmi í heiminn en því miður breyttist fríið í martröð. Kvöld eitt fór Chloe að gruna að ekki væri allt með felldu varðandi drenginn sem hún bar undir belti. Hún fór til hjúkrunarfræðings sem ráðlagði henni að fara beint á spítala sem hún og gerði.

Á sjúkrahúsinu í Punta Cana, vinsælum ferðamannastað á svæðinu, gekkst Chloe undir rannsóknir þar sem grunur hennar fékkst staðfestur. Henni var hraðað í bráðakeisara og skömmu síðar kom drengurinn, sem fékk nafnið Arlo, í heiminn. Arlo var mikið veikur og lést hann nokkrum klukkustundum síðar.

Þetta var unga parinu vitanlega mikið áfall og vildu þau fá að taka Arlo með sér heim til Bretlands. Þeim var hins vegar synjað um það þar sem þau höfðu ekki borgað sjúkrahússreikninginn sem nam rúmum þremur milljónum króna.

Chloe og Michael tókst að borga inn á skuldina rúmar 500 þúsund krónur en áttu enn langt í land með að greiða sjúkrahússreikninginn að fullu. Ferðatryggingar þeirra náðu ekki utan um sjúkrahússdvölina og var parinu hótað lögsókn ef þau reyndu að fara af sjúkrahúsinu og úr landi. Þau voru því í raun föst í Dóminíska lýðveldinu, nýbúin að missa barn og skuldug upp fyrir haus. Þau voru beðin um að afhenda vegabréfin sín sem þau og gerðu, meðal annars til að komast út af sjúkrahúsinu og aftur á hótelið sem þau dvöldu á.

Parið hafði samband við breska sendiráðið sem ráðlagði þeim að borga reikninginn. Það væri ekkert sem sendiráðið gæti gert. En máttur netsins er mikill og það kom í ljós þegar Harry Cottam, frændi Michaels, opnaði söfnunarsíðu á vef GoFundMe.

Það tók aðeins einn dag að safna þeirri upphæð sem þau þurftu og gátu þau því borgað reikninginn og yfirgefið martröðina sem dvöl þeirra var. Michael skrifaði þakkarorð til þeirra sem lögðu söfnuninni lið. „Þökk sé ykkur getum við, á þessum erfiðu tímum, byrjað að syrgja son okkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“