fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Varð óglatt við lestur greinarinnar – „Þetta getur ekki verið að gerast“

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 22. október 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralski stórleikarinn Geoffrey Rush varð óglatt þegar hann las grein um sig í ástralska blaðinu Daily Telegraph fyrir skemmstu. Rush hefur stefnt blaðinu vegna meiðyrða en í greininni var fjallað um meinta óviðeigandi hegðun hans í garð samleikara.

Málið er nú til meðferðar hjá áströlskum dómstólum og má í raun segja að það tengist #MeToo-byltingunni. Meint óviðeigandi hegðun Rush á að hafa átt sér stað meðan á sýningum Lér konungs stóð og var hann sakaður um að hafa káfað á samleikkonu sinni, Eryn Jean Norvill. Rush hefur neitað því að hafa gert eitthvað óeðlilegt.

Rush lýsti því að hann hafi verið eyðilagður þegar hann las greinina einn morgun í nóvember á síðasta ári. Eiginkona hans og sonur hafi verið heima og þeim hafi, eðli málsins samkvæmt, verið verulega brugðið. „Mér leið eins og einhver hefði hellt blýi inn í höfuðið á mér. Ég hugsaði að þetta gæti ekki verið að gerast.“

Rush sagði að síðustu ellefu mánuðir hefðu verið þeir erfiðustu í lífi hans. Greinarnar í Telegraph hefðu rústað flekklausum ferli hans. Sydney Theatre Company gaf út yfirlýsingu í nóvember í fyrra þar sem staðfest var að leikhúsinu hefðu borist kvörtun vegna Rush árið 2015. Rush sagðist ekki hafa frétt af þeirri kvörtun, ekki fyrr en hann las um hana á síðum ástralska blaðsins.

Geoffrey Rush á að baki farsælan feril í leiklistinni og vann hann til að mynda til Óskarsverðlauna sem besti leikarinn í aðahlutverki fyrir myndina Shine árið 1997. Þá hefur hann þrisvar verið tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn, síðast árið 2011 fyrir aukahlutverk í myndinni The King‘s Speech.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?