fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Dularfull morð á foreldrum 13 ára stúlku og hvarf hennar – Hvar er hún?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. október 2018 04:34

Jayme Closs.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir viku hófst umfangsmikil rannsókn lögreglunnar í Barron í Wisconsin í Bandaríkjunum á morðunum á Denise og James Closs, 46 og 56 ára, sem voru skotin til bana á heimili sínu í Barron. Þegar lögreglumenn komu á vettvang var dóttir þeirra, Jayme Closs sem er 13 ára, á bak og burt. Hún er ekki grunuð í málinu en lögreglan telur að hún hafi verið numin á brott. Útidyr heimilis fjölskyldunnar höfðu verið skotnar í sundur til að morðinginn eða morðingjarnir kæmust inn.

Rannsóknin er umfangsmikil og alríkislögreglan FBI vinnur einnig að henni. Málið er umtalaðasta sakamálið í Bandaríkjunum þessa dagana og leitað er að Jayme um allt land. Rúmlega 100 lögreglumenn frá FBI vinna að rannsókn málsins. Um 1.200 ábendingar hafa borist frá almenningi. Mörg hundruð manns hafa verið yfirheyrðir og lögreglan hefur leitað víða þar sem grunur hefur verið um að Jayme kynni að vera. Chris Fitzgerald, lögreglustjóri í Barron, segir að lögreglan leggi allt í sölurnar til að finna Jayme og telji að hún „sé á lífi en í hættu”. Lögreglan telur að brottnám hennar hafi verið ástæðan fyrir því að foreldrar hennar voru myrtir.

Lögreglan hefur birt upptöku af símtali til neyðarlínunnar úr farsíma Denise Closs þegar morðin voru framin. Síminn var þá í húsi fjölskyldunnar. Enginn talar í símann en í bakgrunninum heyrast örvæntingarfull öskur og hróp. Neyðarlínan hringdi strax aftur í síma Denise til að fá meiri upplýsingar en ekki var svarað. Lögreglumenn voru einnig strax sendir á vettvang.

Á fréttamannafundi fyrir helgi sagði Chris Fitzgerald að Jayme hefði síðast sést með foreldrum sínum á fjölskyldusamkomu nokkrum klukkustundum áður en foreldrar hennar voru myrtir og hún numin á brott.

„Jayme er einhversstaðar þarna úti. Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að finna hana. Það er stærsta og mikilvægasta verkefni okkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?