fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Gæði sæðis minnka mikið með aldrinum – 15 prósent ungra manna geta ekki getið börn

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. október 2018 07:17

Sæðisfrumur. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna á danska ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn sýna að gæði sæðis karla minnkar mikið og hratt með aldrinum. Karlar, sem eru með lélegt sæði, ættu að flýta sér að eignast börn segja vísindamennirnir.

Danska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Fram kemur að þetta sé í fyrsta sinn sem vísindamenn sýna fram á að gæði sæðis minnki mikið, þegar karlar eldast, hjá þeim sem eru fyrir með lélegt sæði.

„Áður töldum við að gæði sæðis héldust óbreytt en það lítur út fyrir að þau minnki með tímanum þannig að á endanum geti karlar ekki getið börn.“

Hefur Danska ríkisútvarpið eftir Niels Jørgensen yfirlækni á frjósemisdeild ríkissjúkrahússins.

„15 prósent ungra karla eru með svo lélegt sæði að þeir geta ekki getið börn nema fá frjósemismeðferð. Í heildina er sæði 40% danskra karla svo lélegt að það hefur neikvæð áhrif á möguleika þeirra á að eignast börn.“

Sagði Jørgensen sem var skýr í orðum hvað varðar ráðleggingar til karlmanna:

„Ef þú ert með mjög lélegt sæði eru miklar líkur á að það verði fljótlega enn lélegra. Ef þú vilt eignast börn ættir þú því að fá aðstoð á frjósemisdeild.“

Rannsóknin náði til 137 heilbrigðra karla á aldrinum 33 til 48 ára.

Vísindamennirnir telja að orsök lélegra gæða sæðis sé að finna í hormónatruflandi efnum sem eru allt í kringum okkur í umhverfinu. Þau hafi mikil áhrif á drengi á meðan þeir eru í móðurkviði og þá raski þessi efni þroska eistnanna. Það sé því ekki lífsstíl karla um að kenna að sæðið sé svona lélegt.

Jørgensen sagði að þar sem þetta gerist í móðurkviði sé lítið sem hægt sé að gera við þessu nema hvað yfirvöld verði að grípa inn í og herða lög og reglur um notkun þessara efna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?