fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Jacob var lokkaður í gildru af eiginkonu sinni – Tengdamóðir hans og mágur dæmd fyrir morðtilraun

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. október 2018 06:03

Jacob eftir árásina. Mynd:Sænska lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í ágúst á síðasta ári voru Jacob, 42 ára, og eiginkona hans að skilja. Hún hafði samband við hann dag einn og bað hann um að koma og hitta sig á ákveðnum stað í skógi í Svíþjóð, þar sem þau búa, til að kíkja á hús sem hún ætlaði að flytja inn í. Jacob brást vel við þessu og datt ekki í hug að eiginkonan væri með skuggalegar áætlanir í gangi.

Jacob mætti á umræddan stað á tilsettum tíma. Þegar þangað var komið réðst eiginkonan á hann og naut aðstoðar bróður síns við árásina. Þau lömdu Jacob, spörkuðu í hann og grýttu segir í umfjöllun Expressen. Síðan bættist tengdamóðir hans í hópinn og tók þátt í ofbeldinu.

Á myndum má sjá hversu illa útleikinn Jacob var eftir árásina sem var mjög ofbeldisfull og hættuleg.

Málið kom nýlega fyrir dóm og voru eiginkonan, sem nú er fyrrverandi eiginkona Jacob, bróðir hennar og móðir sakfelld fyrir líkamsárás og  morðtilraun. Þau voru sakfelld fyrir að „hafa í sameiningu skipulagt morð“. Eiginkonan fyrrverandi var dæmd í 4 ára fangelsi fyrir grófa líkamsárás. Bróðir hennar var dæmdur í 9 ára fangelsi fyrir morðtilraun og móðir þeirra í 7 ára fangelsi fyrir morðtilraun.

Ástæðan fyrir mildari dómi yfir eiginkonunni fyrrverandi er að dómurinn taldi ekki sannað að hún hefði tekið þátt þegar bróðir hennar og móðir reyndu að berja Jacob til dauða með plastkassa.

Eiginkonan fyrrverandi var ósátt við dóminn og sagði að hún hafi ekki verið á staðnum þegar ráðist var á Jacob og að hann hefði raunar ráðist á hana við húsið í skóginum. Hún sagði að hann hefði hrint henni svo harkalega að hún hefði dottið og lent á hnakkanum.

„Mér sortnaði fyrir augum í nokkrar sekúndur. Þegar ég gat staðið upp aftur sá ég að Jacob og bróðir minn voru að slást. Ég reyndi að skilja þá að en Jacob sagði mér að skipta mér ekki af þessu. Bróðir minn sagði að ég skyldi koma mér í burtu og það gerði ég.“

Sagði eiginkonan fyrrverandi í samtali við Expressen.

Áverkarnir voru töluverðir. Mynd:Sænska lögreglan

Dómnum fannst þetta ekki trúverðugt og benti á að lýsing Jacob á atburðarrásinni hafi fallið vel að niðurstöðum rannsóknar lögreglunnar en Jacob vissi ekki um niðurstöðurnar þegar hann gaf skýrslu hjá lögreglunni.

Eiginkonan fyrrverandi vildi láta reyna á málið fyrir æðra dómsstigi en hæstiréttur hafnaði að taka það fyrir og stendur dómurinn því óhaggaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?