fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Kötturinn er númer eitt – Ótrúlegur milljarðaiðnaður í tengslum við gæludýrin okkar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. október 2018 09:15

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Iðnaður, tengdur gæludýrum, er stór og umsvifamikill í Evrópu. Um 100.000 manns starfa við framleiðslu á dýrafóðri í 200 verksmiðjum í Evrópu. Þessar verksmiðjur framleiða 8,5 milljónir tonna af gæludýrafóðri á ári og er verðmætið sem nemur um 2.600 milljörðum íslenskra króna.

Þetta kemur fram í tölum frá Fediaf sem eru samtök evrópskra gæludýrafóðursframleiðenda. Auk fóðursins kaupa Evrópubúar ýmsan búnað og þjónustu fyrir gæludýrin fyrir sem nemur um 2.200 milljörðum íslenskra króna á ári. Áætlað er að á 80 milljónum evrópskra heimila séu gæludýr og eru kettir vinsælasta gæludýrið.

Einn köttur, hið minnsta, er á fjórðungi evrópskra heimila. Á fimmta hverja evrópska heimili er einn hundur hið minnsta.

Rúmenar eru hlutfallslega með flesta hunda og ketti miðað við mannfjölda. Þar eiga 46 prósent heimila hunda og 47 prósent ketti. í Tyrklandi er gæludýraástin aðeins minni en þar eru hundar á um 6 prósentum heimila og kettir á 10 prósentum heimila.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig