fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

„Tíu mikilvægustu hlutirnir sem ég lærði eftir að ég missti son minn“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. október 2018 07:00

Richar og Hughie á góðri stund.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það að eignast börn er eitt það besta sem fólk upplifir í lífinu og flestir taka þessu fagnandi. Að missa barn er því það versta sem foreldrar þurfa að ganga í gegnum í lífinu. Því miður lenda margir í þeirri hörmulegu lífsreynslu sem það er að missa barn. Ekki er hægt að segja sig í fótspor þess sem missir barnið sitt og upplifir þann mikla sársauka sem það er.

Englendingurinn Richard Pringle er meðal þeirra sem hefur misst barn en þriggja ára sonur hans, Hughie, lést af völdum heilablæðingar sumarið 2016. Hann hefur tekist á við þennan mikla missi síðan og skrifað opinskátt um baráttuna á Facebooksíðu sína. Þar birti hann lista yfir tíu mikilvægustu hlutina sem hann lærði eftir að Hughie lést. Lestur þessa lista vekur foreldra og aðra vonandi til umhugsunar um hversu dýrmætt og hverfult lífið er og þá staðreynd að við vitum ekki hvað bíður okkar handan við næsta horn. Lífið getur endað snöggt og þá er of seint að gera það sem alltaf hefur staðið til að gera.

Hér er listinn sem vekur fólk vonandi til umhugsunar um hversu dýrmætt lífið er og þá staðreynd að enginn veit hvenær því lýkur:

Þú getur aldrei kysst og elskað of mikið.

Þú hefur alltaf tíma. Gerðu hlé á því sem þú ert að gera og leiktu við barnið, jafnvel þótt það sé bara í eina mínútu. Ekkert er svo mikilvægt að það geti ekki beðið.

Taktu eins margar myndir og myndbönd og þú getur. Dag einn verður þetta kannski það eina sem þú átt eftir.

Feðgarnir.

Ekki nota peninga, notaðu tíma. Heldur þú að upphæðin skipti máli? Það gerir hún ekki. Það er það sem þú gerir sem skiptir máli. Hoppaðu í pollum, farðu í gönguferðir. Syntu í sjónum, tjaldaðu og skemmtu þér. Það er bara það sem þau vilja. Ég man ekki hvað við keyptum handa Hughie, ég man bara hvað við gerðum.

Syngið saman. Bestu minningar mínar um Hughie eru frá því þegar hann sat á öxlum mínum eða við hlið mér í bílnum og við sungum uppáhaldslögin okkar. Tónlist skapar minningar.

Þú skalt gleðjast yfir hinum hversdagslegu hlutum. Tíminn saman á kvöldin, að fara í háttinn, að lesa saman. Kvöldmatur saman. Leti á sunnudögum. Hvunndagslífið. Það er þetta sem ég sakna mest.

Ein af minningum Richard um Hughie.

Kysstu alltaf þá sem þú elskar bless. Ef þú gleymir því skaltu fara aftur til baka og kyssa þá. Þú veist aldrei hvenær síðasta tækifærið til þess er.

Gerðu leiðinlega hluti skemmtilega. Að kaupa í matinn, fara í bíltúr, að ganga út í búð. Fíflist, grínist, hlæið og skemmtið ykkur saman. Þetta eru aðeins skylduverk ef þú lætur þau vera það. Lífið er of stutt til að skemmta sér ekki.

Skrifaðu dagbók. Skrifaðu niður allt sem börnin þín gera sem lýsir heiminn þinn upp. Fyndnu hlutirnir sem þau segja, sætu hlutirnir sem þau segja. Við byrjuðum á þessu eftir að við misstum Hughie. Við viljum muna allt. Núna gerum við þetta fyrir Hettie og við ætlum líka að gera þetta fyrir Hennie. Þú munt eiga þessar skrifuðu minningar alla tíð og þegar þú eldist getur þú litið til baka og glaðst yfir hverju augnabliki.

Ef þú hefur börnin þín hjá þér til að kyssa þau góða nótt, til að borða morgunmat með þeim, til að fylgja þeim í skóla, til að sjá þau byrja í háskóla, til að sjá þau gifta sig, þá nýtur þú blessunar. Gleymdu því ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug