Pressan

30 ára gamalt mál loksins leyst – Komst loks að hver stúlkan var

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. október 2018 06:09

Bryone og Yvonne Owen.

Þann 21. desember 1988 sprakk sprengja um borð í flugi 103 frá Pan Am yfir bænum Lockerbie í Skotlandi. Vélin var á leið frá Frankfurt í Þýskalandi til New York í Bandaríkjunum. Um borð voru 259 farþegar og áhafnarmeðlimir. Þeir létust allir sem og 11 manns á jörðu niðri.

Þennan örlagaríka dag var Colin Dorrance, 18 ára, á vakt í bænum en hann var lögreglumaður, sá yngsti sem var á vakt þennan dag.

Hann var fljótlega sendur í ráðhús bæjarins þar sem ákveðið hafði verið að safna líkum hinna látnu saman. Það var bóndi sem kom með fyrsta líkið en það var af lítilli stúlku sem hafði verið um borð í flugvélinni. Bóndinn hafði fundið líkið og sett það í framsætið í dráttarvél sinni og síðan ekið með það að ráðhúsinu þar sem Dorrance tók við því. BBC skýrir frá þessu.

„Það var eins og það væri sofandi, það var ekki með sýnilega áverka og það var mikið áfall að uppgötva að þetta var farþegi úr flugi Pan Am 103.“

Hefur BBC eftir Dorrance.

„Allt gerðist svo hratt. Það var komið með hundruði mannslíka inn í ráðhúsið. Þetta snerist bara um að halda lífinu áfram eftir þetta en þetta sótti alltaf á mig. Þetta var svo öfgakennt, skelfilegt augnablik.“

Sagði hann um augnablikið þegar komið var með lík litlu stúlkunnar.

Dorrance fannst ekki viðeigandi eða fagmannlegt að reyna að grafa frekar upp hver litla stúlkan var. Hann vildi ekki ýfa upp sár annarra og bældi því þörf sína fyrir að fá frekari upplýsingar um stúlkuna.

Á ferð með barnshafandi móður sinni

Eins og svo margir íbúar í Lockerbie hefur Dorrance kynnst mörgum ættingjum farþeganna og tengst þeim sterkum böndum. Hann hefur farið með þá um bæinn til að hjálpa þeim að öðlast betri skilning og yfirsýn yfir hvað gerðist þennan skelfilega dag.

Það var nýlega að hann var í slíkri ferð að tilviljun varð til þess að hann fékk svar við spurningunni sem hann hafði langað að fá svar við síðan þann 21. desember 1988. Hann var þá staddur á bóndabæ þar sem nokkrir farþegar úr flugvélinni hröpuðu til jarðar. Bóndinn var heima og ræddi við Dorrance. Í samtali þeirra kom í ljós að það var faðir bóndans sem hafði ekið með lík litlu stúlkunnar í ráðhúsið og afhent Dorrance það. Þetta hafði mikil áhrif á bóndann það sem eftir var. Sonur hans sagði Dorrance að litla stúlkan hefði heitið Bryony Owen og hafi verið 20 mánaða. Hún var á leið til Bandaríkjanna með móður sinni, Yvonne Owen, sem var barnshafandi. Mæðgurnar fóru um borð í vélina þegar hún millilenti á Heathrow flugvellinum í Lundúnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur