fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Dæmdur í 12 ára fangelsi fyrir að eitra barnamat

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. október 2018 19:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

54 ára þýskur karlmaður hefur verið dæmdur í 12 ára fangelsi fyrir að hafa sett eitur í barnamat sem var seldur í nokkrum stórmörkuðum. Fimm krukkum, með eitruðum barnamat, var komið fyrir í hillum nokkurra stórmarkaða í Ravenburg á síðasta ári. Í hverri krukku var ethylenglycol, sem er litarlaust og eitrað efni, í nægilegu magni til að verða barni að bana. En sem betur fór ekki svo illa að börn létust af völdum eitursins.

Maðurinn var handtekinn á síðasta ári og í gær var hann dæmdur í tólf og hálfs árs fangelsi fyrir fimm morðtilraunir og tilraun til fjárkúgunar.

Eftir að hann hafði komið barnamatnum fyrir í verslununum setti hann sig í samband við verslanirnar og krafðist 11,7 milljóna evra fyrir að hætta að koma eitruðum barnamat fyrir í verslunum.

Maðurinn játaði fljótt að hafa reynt að kúga fé út úr verslununum en hefur staðfastlega neitað að hafa ætlað að myrða einhvern.

Peter Vobiller, saksóknari, sagði fyrir dómi að það væri öflugri rannsóknarvinnu og ”einnig stórum skammti af heppni, ef hann ætti að vera hreinskilinn,” að þakka að engin börn létust af völdum eitursins.

Maðurinn hefur skýrt framferði sitt með að hann hafi drukkið mikið af áfengi og tekið verkjalyf og þjáist af geðtruflunum sem fái hann til að gera hluti án nokkurrar umhugsunar. Geðlæknum tókst hins vegar ekki að finna nein merki um geðtruflanir hjá manninum en segja hins vegar að hann sé ”gríðarlega sjálfselskur”.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða