fbpx
Miðvikudagur 23.janúar 2019
Pressan

Hluti af hinum verðmætu Dauðahafshandritum er falsaður – Tekin úr sýningu á safni í Washington

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. október 2018 07:46

Einn hluti Dauðahafshandritanna. Mynd:Museum of the Bible

Meðal merkustu munanna sem voru til sýnis á The Museum of the Bible (Biblíusafninu) í Washington DC þegar það opnaði á síðasta ári voru 16 verðmætir hlutar af Dauðahafshandritunum svokölluðu. En áður en safnið var opnað voru ákveðnar blikur á lofti því uppi voru efasemdaraddir um hvort hluti af þessum handritahlutum væru falsaðir.

Í fréttatilkynningu frá safninu, sem var send út í gær, kemur fram að nú hafi rannsókn utanaðkomandi sérfræðinga staðfest að fimm af þessum 16 hlutum séu falsaðir og verði því ekki lengur til sýnis á safninu.

Haft er eftir Jeffrey Kloha, forverðir á safninu, að þrátt fyrir að starfsfólk safnsins hafi vonast til að niðurstaðan yrði önnur þá veiti hún tækifæri til að fræða almenning um hversu mikilvægt það er að staðfesta hvort sjaldgæfir biblíutengdir munir séu í raun ekta.

Safnið vill ekki segja hversu mikið það greiddi fyrir þessi 16 handritabrot en samkvæmt frétt CNN seljast svipaðir hlutir á rúmlega eina milljón dollara stykkið.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem uppruni þessara sögulega handrita er dreginn í efa. Á síðasta ári skýrðu norskir vísindamenn frá því að fölsuð Dauðahafshandrit væru í umferð og að þau væru seld fyrir svimandi háar upphæðir.

Frá 2002 hafa 70 nýir hlutar af handritunum komið fram á sjónarsviðið en norsku vísindamennirnir segja að 90 prósent þeirra séu fölsuð.

Dauðahafshandritin samanstanda af um 900 trúarlegum textum um gyðingatrú og menningu og voru skrifaðar á árunum 270 fyrir krist og 70 eftir krist. Meðal innihaldsins eru textar úr Gamla testamentinu. Handritin fundust á milli 1947 og 1956 í 11 hellum á Qumransvæðinu við Dauðahafið. Handritin hafa gegnt stóru hlutverki við rannsóknir á elstu formum gyðingdóms og biblíunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

790 milljónum netfanga og lykilorða lekið á netið – Svona getur þú séð hvort þitt netfang er þar á meðal

790 milljónum netfanga og lykilorða lekið á netið – Svona getur þú séð hvort þitt netfang er þar á meðal
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hin fullkomna tía – 60 milljónir áhorfa á 10 dögum

Hin fullkomna tía – 60 milljónir áhorfa á 10 dögum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þrjú grunsamleg dauðsföll á einum mánuði – „Áhyggjuefni og hræðilegt“

Þrjú grunsamleg dauðsföll á einum mánuði – „Áhyggjuefni og hræðilegt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg sjón blasti við 16 ára stúlku þegar hún kafaði í sjónum – Sjáðu myndbandið

Ótrúleg sjón blasti við 16 ára stúlku þegar hún kafaði í sjónum – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tóku til sinna ráða þegar þeir komust að skuggalegu leyndarmáli nágranna síns

Tóku til sinna ráða þegar þeir komust að skuggalegu leyndarmáli nágranna síns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skýr skilaboð frá NASA – „Þessu myndum við aldrei halda leyndu“

Skýr skilaboð frá NASA – „Þessu myndum við aldrei halda leyndu“