fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Lygarinn Ted? Nei, núna heitir hann fallegi Ted

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. október 2018 04:11

Trump og Cruz. Skjáskot:YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir tveimur árum tókust Donald Trump og Ted Cruz harkalega á í forvali repúblikana fyrir forsetakosningarnar. Trump bar sigur úr býtum og var síðan kjörinn forseti Bandaríkjanna. Í kosningabaráttunni hikuðu þeir félagar ekki við að láta hörð og ósmekkleg ummæli falla um hvorn annan. Trump sagði kallaði Cruz meðal annars lygarann Ted. En nú er öldin önnur og allt í einu er Ted Cruz orðinn fallegi Ted í augum Trump.

Þetta á rætur að rekja til þingkosninganna sem fara fram í Bandaríkjunum 6. nóvember. Cruz berst þar fyrir sæti sínu í öldungadeildinni en hann er þingmaður Texas og tekst á við helstu vonarstjörnu demókrata, Beto O‘Rourke. Cruz nýtur stuðnings Trump í þessari baráttu og í gær mætti Trump á kosningafund í Houston í Texas til að lofsama Cruz og hvetja kjósendur til að kjósa hann.

Samskipti þeirra voru öllu vinsamlegri en í baráttunni fyrir tveimur árum þegar Trump sagði Cruz vera lygara, að eiginkona hans væri ekki eins falleg og Melania (eiginkona Trump) og Cruz kallaði Trump sjúklegan lygara. Þess utan blés Trump lífi í þær samsæriskenningaglæður sem segja að faðir Ted Cruz hafi skotið John F. Kennedy til bana fyrir rúmlega hálfri öld síðan.

Eftir að Trump tryggði sér sigur í forvalinu neitaði Cruz að styðja hann. En tvö ár eru langur tími í bandarískum stjórnmálum og í gær fór Trump til Texas til að styðja við bakið á Cruz.

„Lygarinn Ted? Nei, núna heitir hann fallegi Ted. Ég kalla hann Texas Ted.“

Sagði Trump léttur í lund við fréttamenn þegar hann yfirgaf Hvíta húsið í gær á leið til Texas. Að sjálfsögðu tók Cruz á móti Trump á flugvellinum í Houston enda þarfnast þeir félagar hvors annars þessa dagana. Cruz vill halda þingsæti sínu og Trump vill koma í veg fyrir að demókratar nái meirihluta í þinginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Í gær

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Megrunarlyf á að stöðva dauðaferli heilafruma – „Þetta lofar góðu“

Megrunarlyf á að stöðva dauðaferli heilafruma – „Þetta lofar góðu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 3 dögum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn