fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Sektaður fyrir að hafa komið eldri konu til bjargar: „Líf hennar og dauði er mér mikilvægara en peningar“

Tómas Valgeirsson
Þriðjudaginn 23. október 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur tekið sinn toll að koma hjálparvana fólki til bjargar en Leonid Schepel, búsettur í Rússlandi, fann fyrir þessu. Hann hlaut á dögunum sekt þegar hann stöðvaði mann í annarlegu ástandi sem hafði ráðist á konu á níræðisaldri.

Fréttamiðillinn Central European News greinir frá þessu og segir þar að árásarmaðurinn hafi verið undir áhrifum áfengis og ekkert látið eftir í atgöngunni. Samkvæmt yfirlýsingu lögreglu taldi árásarmaðurinn sér trú um að hin 88 ára gamla Klara Melamed hafi brotist inn til hans.

Leonid er sagður hafa verið staddur á svölum íbúðar sinnar þegar hann heyrði öskur konunnar og ákvað að kanna málið. „Ég sótti myndavélina til að sjá hvað væri í gangi,“ segir Leonid. Þá kom hann að árásarmanninum sem hafði ítrekað lamið Klöru, sem leiddi til mikilla tannskemmda og brotinna rifbeina auk þess að handleggur hennar fór úr lið.

Að neðan má sjá skjáskot úr myndbandinu sem Leonid tók þegar atvikið átti sér stað.

Í kjölfar þessarar björgunaraðgerðar hlaut Leonid sekt frá rússneska ríkinu fyrir að koma höggi á árásarmanninn. Sektin hljómaði upp á 5 þúsund rússneskar rúblur, sem samsvara tæpum 8 þúsund íslenskum krónum. Árásarmaðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald hjá lögreglu.

„Ég sé ekki eftir því sem ég gerði,“ segir Leonid og telur sig sælan með að hafa getað veitt Klöru aðstoðina sem þurfti. „Líf hennar og dauði er mér mikilvægara en peningar.“

Leonid og Klara. Mynd: CEN
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?