fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Stærsti lottópottur sögunnar – Vinnur einhver 190 milljarða í kvöld?

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 23. október 2018 14:49

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvernig myndi þér líða ef þú myndir vinna einn stærsta lottópott sögunnar, eða 190 milljarða króna? Bandaríkjamenn munu margir hverjir eflaust bíða spenntir eftir útdrætti kvöldsins í Mega Millions-lottóinu en 1,6 milljarðar Bandaríkjadala, um 190 milljarðar króna, eru í pottinum.

Um er að ræða stærsta lottópott Bandaríkjanna frá upphafi en potturinn í Powerball-lottóinu árið 2016 var 1,586 milljarðar dala.

Þó margir munu eflaust bíða spenntir eru líkurnar á vinningi ekki ýkja miklar og raunar eru talsverðar líkur á því að potturinn gangi ekki út í kvöld.

Líkurnar á hitta á rétta röð eru 1 á móti 302,5 milljónum. Það þýðir að allar mögulegar raðir í lottóinu eru 302,5 milljónir. Síðastliðinn föstudag höfðu 59 prósent þeirra verið seldar og er búist við því að talan fari í 75 prósent áður en lokað verður fyrir sölu í kvöld. Það eru því um fjórðungslíkur, eða þar um bil, á því að potturinn gangi ekki út.

Ef einn heppinn einstaklingur verður með allar tölurnar réttar getur hann valið um að fá eingreiðslu eða upphæðina greidda út yfir ákveðið tímabil. Ef viðkomandi velur fyrri kostinn þarf hann að gera sér að góðu að borga dágóða summu til bandaríska ríkisins. Þá fengi hann 904 milljónir dala, eða rúmlega 108 milljarða króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nokkrar mýtur um kvef, hálsbólgu og flensu

Nokkrar mýtur um kvef, hálsbólgu og flensu