fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Bandarískur auðjöfur ákærður fyrir morð – Talaði af sér þegar hann fór á klósettið

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 26. október 2018 18:00

Robert Durst. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í sjónvarpsþáttunum The Jinx var bandaríska auðjöfurnum Robert Durst stillt upp sem hugsanlegum morðingja. Hann hefur alltaf neitað þessu en svo virðist sem salernisferð hafi orðið honum að falli því nú hefur hann verið ákærður fyrir að hafa myrt vinkonu sína, Susan Berman, í Los Angeles á jóladag árið 2000.

Nú hefur dómari í Los Angeles skorið úr um að nægilegar sannanir séu komnar fram til að hægt sé að ákæra Durst, sem er 75 ára, fyrir morðið.

Durst var aðalpersónan í sjónvarpsþáttaröðinni The Jinx sem HBO framleiddi 2015. Þetta svokölluð „true crime“ þáttaröð. Þar var meðal annars gengið á Durst og honum kynntar grunsemdir um að hann hefði myrt nokkrar manneskjur, þar á meðal eiginkonu sína Kathleen og vinkonu sína, fyrrnefnda Susan Berman.

Berman var skotin einu skoti í hnakkanna skömmu áður en hún átti að mæta til yfirheyrslu hjá lögreglunni í New York vegna rannsóknar á hvarfi Kathleen Durst 1982.

Robert Durst var handtekinn í mars 2015, nokkrum klukkustundum áður en síðasti þáttur The Jinx var sýndur. Í þáttunum sagði Durst eitt og annað sem vakti mikla athygli. Þar á meðal í síðasta þættinum en þá fór hann á salernið eftir að viðtali lauk. Hann virðist ekki hafa áttað sig á að hann var enn með hljóðnema á sér þá. Inni á salerninu heyrðist hann segja:

„Hvern fjandann gerði ég? Ég drap þau öll að sjálfsögðu.“

Hann var eitt sinn ákærður fyrir að hafa myrt nágranna sinn en var sýknaður þar sem dómstóllinn trúði sögu hans að um sjálfsvörn hefði verið að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“