fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Henrik var bitinn af kettinum sínum – Nú verður að taka fingur af honum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 26. október 2018 23:00

Eins og sjá má er fingurinn illa farinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má svo sannarlega segja að ólánið hafi skollið af fullum þunga á Henrik Kriegbaum í ágúst. Kvöld eitt ætlaði hann að færa köttinn sinn sem var fyrir honum. Kettinum brá og beit Henrik í vísifingurinn.

„Ég var svo óheppinn að hann beit í æð. Þetta gerðist klukkan 22. Ég vaknaði klukkan 2 um nóttina næstum öskrandi af sársauka. Það var eins og höndin væri að springa og hún var orðin tvöföld að stærð.“

Henrik fékk síðan hita og bólgan hélt áfram að aukast. Hann fór því til læknis um morguninn og var strax sendur á sjúkrahúsið í Vejle á Jótlandi en Henrik býr á Jótlandi.

„Ég fór í fimm aðgerðir á einum mánuði. En það gerði ekkert gagn. Það verður að taka fingurinn af mér.“

Sagði hann í samtali við Danska ríkisútvarpið.

„Fingurinn skaddaðist svo mikið að hann er orðinn alveg stífur. Liðurinn er svo illa farinn að ég get ekki hreyft fingurinn. Það er sýking eftir kattabitið sem veldur þessu.“

Hann glímir einnig við vanda í tengslum við skynjun líkamans á hita og kulda vegna áhrifa bitsins á taugar líkamans. Hann hefur losað sig við köttinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar