fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Dularfullur dauði tveggja systra: Fundust látnar og bundnar saman

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 30. október 2018 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær systur fundust látnar í Hudson-fljótinu í New York-fylki í síðustu viku. Í fyrstu var lögreglan engu nær um hverjar systurnar voru en síðar kom í ljós að þær hétu Rotana og Tala Farea og voru 22 og 16 ára gamlar.

Lögregla hefur rannsakað málið undanfarna daga en virðist engu nær um það hvað varð til þess að stúlkurnar hlutu jafn sorgleg örlög.

Rotana og Tala voru frá Sádi-Arabíu og höfðu þær sótt eftir hæli í Bandaríkjunum. Þær voru búsettar í Fairfax í Virginíuríki og komu fyrst til Bandaríkjanna árið 2015.

Að sögn New York Daily News höfðu stúlkurnar átt það til að hlaupast á brott og gerðu þær það ekki alls fyrir löngu þegar í ljós kom að senda átti fjölskylduna, þar á meðal tvo bræður þeirra, aftur til Sádi-Arabíu.

Það að stúlkurnar hafi verið bundnar saman með límbandi vekur ákveðnar grunsemdir lögreglu, en enn sem komið er vill lögreglan ekkert segja til um það hvort um morð eða sjálfsvíg hafi verið að ræða. „Það eina sem við vitum er að hér átti sér stað mikill harmleikur,“ segir Dermot F. Shea, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar í New York.

„Þær áttu aldrei í útistöðum við neinn og tilheyrðu hamingjusamri fjölskyldu,“ segir aðstandandi stúlknanna í samtali við Arab News. Hann segist ekki hafa neina trú á því að stúlkurnar hafi ákveðið að svipta sig lífi og ýjar að því að þær hafi verið myrtar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug