fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Fangi á dauðadeild biður um rafmagnsstólinn

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 9. október 2018 15:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edmund Zagorski, fangi á dauðadeild í Tennessee, hefur farið þess á leit að hann verði tekinn af lífi í rafmagnsstól en ekki með banvænni sprautu eins og stendur til.

Zagorski situr á dauðadeild vegna tveggja morða árið 1983 og verður hann tekinn af lífi á fimmtudag. Umræða um þau lyf sem notuð eru til að framfylgja dauðarefsingum hefur verið fyrirferðamikil að undanförnu. Vilja sumir sérfræðingar meina að lyfin sem notuð eru valdi föngum gríðarlegum kvölum sem líkja megi við pyntingar. Hefur verið bent á að þessi aðferð brjóti í bága gegn áttundu grein bandarísku stjórnarskrárinnar sem leggur bann við óvenjulegum og grimmilegum refsingum.

Á þessum forsendum fór Zagorski fram á að fá frekar rafmagnsstólinn. Fangar, sem hafa verið á dauðadeild í Tennessee, síðan fyrir árið 1999 geta valið um að deyja með banvænum lyfjakokteil eða í rafmagnsstólnum. Lögmaður Zagorski segir að skjólstæðingur sinn vilji frekar seinni kostinn. Af tveimur slæmum kostum sé hann betri.

„Að kveljast í 10 til 18 mínútur, upplifa eins og maður sé að drukkna, kafna og brenna lifandi er skelfilegt,“ segir lögfræðinguinn, Kelley Henry.

Flest bendir til þess að Zagorski verði líflátinn með rafmagnsstólnum, en það gerðist síðast í Virginíu í Bandaríkjunum árið 2013.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?