fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Súkkulaðineysla getur aukið kynhvöt karla og bætt frammistöðuna í kynlífinu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 2. nóvember 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vissir þú að súkkulaði getur verið lostavekjandi? Í því eru efni á borð við trýptófan, sem er eitt grunnefnanna í serótóníni sem tengist kynferðislegri örvun. Annað efni sem er í súkkulaði er phenylethylamine sem er örvandi efni, skylt amfetamíni, sem losnar úr læðingi þegar fólk verður ástfangið.

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að neysla súkkulaðis getur aukið kynhvöt fólks og bætt frammistöðu karla í kynlífinu. Vísindamenn sprautuðu prótíni, sem er í súkkulaði, í karla og fengu þá síðan til að horfa á klám. Þetta hafði þau áhrif að þeir örvuðust meira við klámáhorfið en ef þeir fengu ekki prótín.

Það var prótínið kisspeptin sem vísindamenn hjá Imperial College London sprautuðu í mennina. Niðurstaða þeirra var að efnið breytir virkni ákveðinna heilastöðva sem eru taldar stýra kynhvötinni.

Fjallað er um málið á vef Science Daily. Alexander Comninos, aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði að niðurstöðurnar geti orðið til að opna fyrir notkun kisspeptin í framtíðinni gegn lítilli kynhvöt sem geti haft alvarlegar afleiðingar á sambönd fólks.

Það verður þó að taka niðurstöðunum með þeim fyrirvara að aðeins 29 manns tóku þátt í henni og því er ekki hægt að alhæfa um niðurstöðurnar. Stærri rannsókn þarf að koma til áður en hægt verður að fullyrða hvort þetta eigi við rök að styðjast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu