Pressan

Fimmtán létust eftir að farþegi slóst við rútubílstjóra

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 3. nóvember 2018 18:30

Sannkallaður harmleikur átti sér stað í suðvesturhluta Kína fyrir skemmstu þegar rútubílstjóri missti stjórn á bifreið sinni með skelfilegum afleiðingum. Bifreiðin fór fram af brú og létust alls fimmtán í slysinu.

Það tók kínversk yfirvöld ekki ýkja langan tíma að finna ástæður slyssins þar sem öryggismyndavél var í bifreiðinni. Á henni má sjá þegar farþegi í bifreiðinni, ung kona, vindur sér upp að bílstjóranum og lætur fúkyrðum rigna yfir hann. Hún slær hann svo í andlitið með óþekktum hlut og örskömmu síðar missir bílstjórinn stjórn á bifreiðinni.

Slysið varð þann 28. október síðastliðinn og virðist konan hafa verið ósátt við að bílstjórinn stöðvaði ekki rútuna á þeim stað sem hún vildi. Búið er að ná líkum þrettán einstaklinga upp úr ánni fyrir neðan en tveggja er enn saknað. Talið er að allir um borð hafi látist í slysinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Átta manna fjölskylda var myrt á kerfisbundin hátt árið 2016: Nú hafa fjórir úr annarri fjölskyldu verið handteknir

Átta manna fjölskylda var myrt á kerfisbundin hátt árið 2016: Nú hafa fjórir úr annarri fjölskyldu verið handteknir
Pressan
Í gær

Vantar þig íbúð? Hér er offramboð af húsnæði

Vantar þig íbúð? Hér er offramboð af húsnæði
Fyrir 2 dögum

Spáð sumarblíðu um næstu helgi á rjúpunni

Spáð sumarblíðu um næstu helgi á rjúpunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynileg skjöl sýna hversu hræðilegar afleiðingar sólstormar geta haft á jörðinni

Leynileg skjöl sýna hversu hræðilegar afleiðingar sólstormar geta haft á jörðinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Apple er að hægja á iPhone-símum – Svona er hægt að laga það

Apple er að hægja á iPhone-símum – Svona er hægt að laga það
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fótbraut unnustu sína því hún sauð pasta ekki rétt – Neyddi hana síðan til að halda áfram að elda

Fótbraut unnustu sína því hún sauð pasta ekki rétt – Neyddi hana síðan til að halda áfram að elda