fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Örmagnaðist og taldi dauðann vera á næsta leiti – Þá kom svefnlausi bjargvætturinn til sögunnar

Ritstjórn Pressunnar
Laugardaginn 3. nóvember 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katharina Groene taldi að dauðinn væri á næsta leiti þegar hún var á hinni vinsælu Pacific Crest Trail-gönguleið í vesturhluta Bandaríkjanna fyrir skemmstu. Hún var búin að leggja 3.800 kílómetra að baki og átti aðeins um 400 kílómetra eftir þegar fór að síga á ógæfuhliðina.

Katharina var orðin matarlítil á þessum tímapunkti. Hún var rennandi blaut, ofþornuð og var farin að sýna merki um ofkælingu eftir að veður versnaði skyndilega. Hún var svo viss um að dauðinn væri handan við hornið að hún tók upp símann sinn og tók upp kveðju til ástvina sinna. Bað hún þá afsökunar á því að svona hefði farið fyrir henni.

En tími Katharinu, sem er 34 ára Þjóðverji, var ekki kominn. Viku áður, eða þann 24. október, var hún stödd í Cascade Range í Washington-ríki þegar hún hitti bakpokaferðalang, konu að nafni Nancy AbellNancy þessi ráðlagði Katharinu að snúa við og koma sér í öruggt skjól; það væri spáð snjókomu og veðurspá fyrir næstu daga væri slæm.

„Ég hafði verið þarna á svæðinu og sat föst í þrjá daga,“ segir Nancy og bætir við að hún hafi hugsað til Katharinu næstu daga á eftir.

Katharina lagði af stað í gönguna syðst í Kaliforníu en gönguleiðin nær alla leið norður að landamærum Kanada. Tekur gangan yfirleitt nokkrar vikur.

Nancy segir við Washington Post að hún hafi ekki getað losa sig við þá hugsun að Katharina væri ein uppi á hálendi. Hún vissi að veðrið var slæmt og Katharina væri í vandræðum. Hún átti erfitt með svefn af áhyggjum og svo fór að hún hringdi á neyðarlínuna síðastliðinn mánudag. Hafði hún reiknað út sirka hvar Katharina væri miðað við gönguhraða og veður.

Lögregla og viðbragðsaðilar voru settir í málið. Þyrla fór af stað og fór að lokum svo að Katharina fannst, köld og hrakin. „Ég bókstaflega grét. Ég öskraði af öllum lífs- og sálarkröftum eftir hjálp,“ segir hún. Þakkar hún Nancy fyrir að hafa bjargað lífi sínu og segist hún, eftir þessa reynslu sína, hafa öðlast trú á mannkynið á nýjan leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“