Pressan

Hvatti eiginkonuna til að svipta sig lífi – Taldi að heimsendir væri í nánd

Ritstjórn Pressunnar
Sunnudaginn 4. nóvember 2018 21:30

Dómstóll í Queensland í Ástralíu hefur dæmt hinn 69 ára Graham Robert Morant í tíu ára fangelsi fyrir að hvetja og aðstoða eiginkonu sína, Jennifer, við að fremja sjálfsvíg. Þetta gerði hann til að fá líftryggingu hennar greidda og til að geta byggt neðanjarðarbyrgi þar sem hann taldi að heimsendir væri í nánd.

Graham, sem er mjög trúaður og sjálfskipaður prestur, er sá fyrsti sem dæmdur er í Ástralíu í máli sem þessu. Eiginkona hans, Jennifer Morant, framdi sjálfsvíg árið 2014. Hún var 56 ára.

Jennifer hafði lengi glímt við veikindi, meðal annars þunglyndi, kvíða og þráláta bakverki.

Dómari í málinu dæmdi Graham sem fyrr segir í tíu ára fangelsi og sagði hann hafa stjórnast af græðgi. Hann hafi haft fjárhagslegan ávinning af láti eiginkonu sinnar og fært veikindi hennar sér í nyt.

Saksóknarar í málinu höfðu farið fram á 10-14 ára fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Átta manna fjölskylda var myrt á kerfisbundin hátt árið 2016: Nú hafa fjórir úr annarri fjölskyldu verið handteknir

Átta manna fjölskylda var myrt á kerfisbundin hátt árið 2016: Nú hafa fjórir úr annarri fjölskyldu verið handteknir
Pressan
Í gær

Vantar þig íbúð? Hér er offramboð af húsnæði

Vantar þig íbúð? Hér er offramboð af húsnæði
Fyrir 2 dögum

Spáð sumarblíðu um næstu helgi á rjúpunni

Spáð sumarblíðu um næstu helgi á rjúpunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynileg skjöl sýna hversu hræðilegar afleiðingar sólstormar geta haft á jörðinni

Leynileg skjöl sýna hversu hræðilegar afleiðingar sólstormar geta haft á jörðinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Apple er að hægja á iPhone-símum – Svona er hægt að laga það

Apple er að hægja á iPhone-símum – Svona er hægt að laga það
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fótbraut unnustu sína því hún sauð pasta ekki rétt – Neyddi hana síðan til að halda áfram að elda

Fótbraut unnustu sína því hún sauð pasta ekki rétt – Neyddi hana síðan til að halda áfram að elda