Pressan

Lögreglumenn komu undarlega fram við fatafellur – Þær fá bætur vegna málsins

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 4. nóvember 2018 10:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Í San Diego í Bandaríkjunum hafa borgaryfirvöld sett reglur um starfsemi nektardansstaða og fatafella. Samkvæmt þeim þurfa fatafellur að vera með starfsleyfi frá borginni til að mega fækka fötum á nektardansstöðum og þurfa að bera sérstök skilríki.

Árin 2013 og 2014 komu lögreglumenn á tvo nektardansstaði í borginni og komu undarlega fram við fatafellur sem þar voru að störfum. Fatafellunum var haldið föngnum í rúmlega klukkustund og þær látnar sæta undarlegum skoðunum og var síðan stillt upp í myndatöku. Vísuðu lögreglumennirnir í fyrrnefnda reglugerð þegar þeir voru spurðir um ástæðurnar fyrir þessu.

LA Times og reason.com skýra meðal annars frá þessu. Fram kemur að lögreglumenn hafi sagt að þeir væru að taka myndir af húðflúri kvennanna til að hægt væri að fylgjast með þeim en svipaðri aðferð er beitt við meðlimi glæpagengja.

Sautján fatafellur töldu þetta brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti þeirra og fóru í mál við borgaryfirvöld. Alríkisdómari í San Diego úrskurðaði síðan að þetta hefði brotið gegn stjórnarskrárvörðum réttindum þeirra til að tjá sig með því að fækka fötum fyrir framan aðra. Á hinn bóginn úrskurðaði hann að fatafellurnar yrðu að sætta sig við að lögreglan leitaði á þeim án dómsúrskurðar því þær hafi fallist á „sanngjarna leit“ þegar þær fengu starfsleyfi sem fatafellur. Þar sem það er skylda að fá slíkt leyfi til að mega starfa við fatafækkun í borginni verða konurnar að gangast undir þetta ef þær vilja starfa löglega í borginni.

Nýlega sömdu borgaryfirvöld síðan við fatafellurnar um að greiða þeim bætur vegna aðgerða lögreglunnar og fær hver þeirra um 100.000 dollara í sinn hlut.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur