fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Pressan

Systurnar vildu frekar deyja en verða sendar til Sádi-Arabíu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 4. nóvember 2018 13:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki er talið að tvær ungar systur sem fundust drukknaðar í Hudson-fljóti í New York í vikunni hafi verið myrtar. Í fyrstu var lögreglan engu nær um hverjar systurnar voru en síðar kom í ljós að þær hétu Rotana og Tala Farea og voru 22 og 16 ára gamlar. Lík systranna voru bundin saman með einangrunarbandi. Greint var frá málinu í Pressunni á þriðjudaginn.

Rotana og Tala voru frá Sádi-Arabíu og höfðu þær sótt um hæli í Bandaríkjunum. Þær voru búsettar í Fairfax í Virginíuríki og komu fyrst til Bandaríkjanna árið 2015.

Í frétt á Huffington Post kemur fram að lögreglan telur ekki að lát stúlknanna hafi borið að með saknæmum hætti. Móðir stúlknanna heldur því fram að hringt hafi verið í hana úr sendiráði Sádi-Arabíu þar sem spurt var um hælisumsókn dætra hennar og þess krafist að fjölskyldan færi úr landinu. Fulltrúi í sendiráðinu neitar þessu og segir að símtalið hafi snúist um útrunnið innflytjendaleyfi móðurinnar.

Lögreglan telur að stúlkurnar hafi komið til New York borgar þann 1. september. Að sögn lögreglu eru þær sagðar hafa lýst því yfir að þær vildu frekar deyja en að verða senda aftur til Sádi-Arabíu. Samantekin ráð um sjálfsvíg virðast hafa átt sér stað en rannsókn er ekki lokið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamanni er brugðið vegna niðurstöðu nýrrar rannsóknar

Vísindamanni er brugðið vegna niðurstöðu nýrrar rannsóknar
Pressan
Fyrir 2 dögum

4.300 ára grafhýsi gegndi ákveðnu hlutverki

4.300 ára grafhýsi gegndi ákveðnu hlutverki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fimm í lífshættu eftir sprengingu í Danmörku – Talið að þurrsjampó hafi komið við sögu

Fimm í lífshættu eftir sprengingu í Danmörku – Talið að þurrsjampó hafi komið við sögu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Prestur brann til bana þegar kviknaði í kufli hans í messu

Prestur brann til bana þegar kviknaði í kufli hans í messu