Pressan

18 mánaða piltur laumaðist frá sofandi foreldrum sínum og gekk í sjóinn – Sjómaður fann hann á lífi fyrir algjöra tilviljun

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 5. nóvember 2018 11:25

Það gengur kraftaverki næst að átján mánaða piltur hafi ekki drukknað undan ströndum Nýja-Sjálands um helgina.

Þannig er mál með vexti að drengurinn svaf í tjaldi með foreldrum sínum við Matata-ströndina, nyrst á Nýja-Sjálandi, aðfaranótt 26. október. Drengurinn virðist hafa vaknað snemma þann daginn og laumast út úr tjaldinu. Þaðan fór hann niður á strönd og út í sjó.

Stuttu síðar var Gus Hutt, sjómaður á Nýja-Sjálandi, við veiðar skammt frá ströndinni. Skyndilega kom hann auga á eitthvað sem líktist postulínsdúkku í sjónum. Hann áttaði sig fljótlega á því að ekki var um dúkku að ræða þegar hann heyrði að hún gaf frá sér hljóð. „Andlitið var eins og á postulínsdúkku, en svo heyrði ég tíst frá honum og þá áttaði ég mig: „Guð minn góður, þetta er barn og það er lifandi.“

Hutt segir að hann leggi í vana sinn að veiða á þessum slóðum. „Hann flaut í sjónum á litlum hraða. En ef ég hefði ekki verið þarna, eða komið mínútu seinna þá hefði ég ekki séð hann. Hann var stálheppinn, en honum var ekki ætlað að fara,“ segir hann í samtali við New Zealand Herald en breska ríkisútvarpið, BBC, hefur einnig fjallað um málið.

Hutt segir að klukkan hafi verið 07:15 að morgni þegar hann fann drenginn. Hann var fluttur á sjúkrahús en virðist, þótt ótrúlegt megi virðast, ekki hafa orðið meint af volkinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Átta manna fjölskylda var myrt á kerfisbundin hátt árið 2016: Nú hafa fjórir úr annarri fjölskyldu verið handteknir

Átta manna fjölskylda var myrt á kerfisbundin hátt árið 2016: Nú hafa fjórir úr annarri fjölskyldu verið handteknir
Pressan
Í gær

Vantar þig íbúð? Hér er offramboð af húsnæði

Vantar þig íbúð? Hér er offramboð af húsnæði
Fyrir 2 dögum

Spáð sumarblíðu um næstu helgi á rjúpunni

Spáð sumarblíðu um næstu helgi á rjúpunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynileg skjöl sýna hversu hræðilegar afleiðingar sólstormar geta haft á jörðinni

Leynileg skjöl sýna hversu hræðilegar afleiðingar sólstormar geta haft á jörðinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Apple er að hægja á iPhone-símum – Svona er hægt að laga það

Apple er að hægja á iPhone-símum – Svona er hægt að laga það
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fótbraut unnustu sína því hún sauð pasta ekki rétt – Neyddi hana síðan til að halda áfram að elda

Fótbraut unnustu sína því hún sauð pasta ekki rétt – Neyddi hana síðan til að halda áfram að elda