Pressan

Árrisular konur síður líklegar til að fá brjóstakrabbamein

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 19:30

Niðurstaða nýrrar rannsóknar vísindamanna við háskólann í Bristol á Englandi bendir til að 40 til 48% prósent minni líkur séu á að árrisular konur fái brjóstakrabbamein. Rannsóknin er byggð á gögnum um heilsufar mörg hundruð þúsund kvenna. Í henni kemur einnig fram að orsakatengsl séu á milli þess að sofa lengur á morgnana og brjóstakrabbameins.

Sky skýrir frá þessu. Fram kemur að hjá konum, sem sváfu lengur en 7 til 8 klukkustundir á nóttu, hafi líkurnar á að greinast með brjóstakrabbamein aukist um 20% á hverja aukaklukkustund sem þær sváfu. Mælt er með 7 til 8 klukkustunda nætursvefni fyrir fullorðna að sögn Sky.

Vísindamennirnir segja að erfðir ráði því hvort fólk er morgunhanar sem vakni yfirleitt snemma og fari snemma að sofa eða hvort það sé frekar eins og næturhrafnar sem eru þreyttir á morgnana en njóta sín betur á kvöldin. Rebecca Richmond, sem stýrði rannsókninni, segir að vísindamennirnir vilji gjarnan rannsaka þetta betur. Það sé ekki sjálfgefið að það að breyta svefnvenjum sínum dragi úr líkum á brjóstakrabbameini, þetta geti verið mun flóknara en það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Átta manna fjölskylda var myrt á kerfisbundin hátt árið 2016: Nú hafa fjórir úr annarri fjölskyldu verið handteknir

Átta manna fjölskylda var myrt á kerfisbundin hátt árið 2016: Nú hafa fjórir úr annarri fjölskyldu verið handteknir
Pressan
Í gær

Vantar þig íbúð? Hér er offramboð af húsnæði

Vantar þig íbúð? Hér er offramboð af húsnæði
Fyrir 2 dögum

Spáð sumarblíðu um næstu helgi á rjúpunni

Spáð sumarblíðu um næstu helgi á rjúpunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynileg skjöl sýna hversu hræðilegar afleiðingar sólstormar geta haft á jörðinni

Leynileg skjöl sýna hversu hræðilegar afleiðingar sólstormar geta haft á jörðinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Apple er að hægja á iPhone-símum – Svona er hægt að laga það

Apple er að hægja á iPhone-símum – Svona er hægt að laga það
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fótbraut unnustu sína því hún sauð pasta ekki rétt – Neyddi hana síðan til að halda áfram að elda

Fótbraut unnustu sína því hún sauð pasta ekki rétt – Neyddi hana síðan til að halda áfram að elda