Pressan

Foreldrar Madeleine McCann stefna umdeildum lögreglumanni fyrir dóm – Mokar inn peningum á umdeildri bók

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 08:22

Kate og Gerry McCann, foreldrar Madeleine McCann, hafa stefnt portúgalska lögreglumanninum Goncalo Amaral vegna bókar hans „Sannleikurinn um lygina“ sem fjallar um hvarf Madeleine úr sumarleyfisíbúð fjölskyldunnar í Algarve í Portúgal í maí 2007 en hún var þá þriggja ára. Síðan þá hefur hvarf Madeleine verið rannsakað af portúgölsku og bresku lögreglunni en án árangurs.

Amaral stýrði rannsókn portúgölsku lögreglunnar til að byrja með en tókst ekki að leysa málið. Hann er sagður moka inn peningum á bók sinni og það hefur reitt foreldra Madeleine til reiði. Í bókinni sakar Amaral þau um að hafa sett mannrán á svið til að fela sannleikann sem að hans sögn er að þau hafi verið völd að dauða hennar, beint eða óbeint.

Amaral hefur haft sem svarar til um 50 milljóna íslenskra króna upp úr krafsinu á útgáfu bókarinnar samkvæmt því sem fram kemur í dómsskjölum. McCann hjónin hafa nú vísað máli sínu gegn Amaral til Mannréttindadómstóls Evrópu. Þau krefjast bóta vegna þeirra ærumeiðinga og sársauka sem hann hefur að sögn valdið þeim með staðhæfingum sínum í bókinni. Þau óttast að hann sé nú með nýja bók um málið í burðarliðnum.

„Sannleikurinn um lygina“ kom út 2008 og var gefin út á mörgum tungumálum. 150.000 eintök höfðu selst þegar McCann hjónunum tókst að fá dómstól til að stöðva sölu hennar. Amaral gafst þó ekki upp og hafði sigur í málinu fyrir hæstarétti Portúgals 2015 og bókin var aftur fáanleg. Hjónin voru einnig dæmd til að greiða honum sem nemur um 170 milljónum íslenskra króna í bætur.

„Madeleine lést í íbúð 5a að kvöldi 3. maí. Það gæti hafa verið slys vegna lyfjagjafar eða sjúkdóms. Foreldrarnir bera ábyrgð á þessu.“

Sagði hann í blaðaviðtali 2016. Hann staðhæfir einnig að McCann hjónin hafi losað sig við lík Madeleine með því að brenna það.

Ekki er reiknað með að Mannréttindadómstóllinn taki málið fyrir fyrr en 2021. Ef McCann hjónin tapa því geta þau ekki aðhafst neitt lengur til að stöðva sölu bókarinnar og verða að greiða Amaral fyrrnefndar bætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Átta manna fjölskylda var myrt á kerfisbundin hátt árið 2016: Nú hafa fjórir úr annarri fjölskyldu verið handteknir

Átta manna fjölskylda var myrt á kerfisbundin hátt árið 2016: Nú hafa fjórir úr annarri fjölskyldu verið handteknir
Pressan
Í gær

Vantar þig íbúð? Hér er offramboð af húsnæði

Vantar þig íbúð? Hér er offramboð af húsnæði
Fyrir 2 dögum

Spáð sumarblíðu um næstu helgi á rjúpunni

Spáð sumarblíðu um næstu helgi á rjúpunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynileg skjöl sýna hversu hræðilegar afleiðingar sólstormar geta haft á jörðinni

Leynileg skjöl sýna hversu hræðilegar afleiðingar sólstormar geta haft á jörðinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Apple er að hægja á iPhone-símum – Svona er hægt að laga það

Apple er að hægja á iPhone-símum – Svona er hægt að laga það
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fótbraut unnustu sína því hún sauð pasta ekki rétt – Neyddi hana síðan til að halda áfram að elda

Fótbraut unnustu sína því hún sauð pasta ekki rétt – Neyddi hana síðan til að halda áfram að elda