Pressan

Mikil leit að lítilli stúlku sem talið var að hefði verið rænt – Ekki var þó allt sem sýndist

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 05:44

Mynd úr eftirlitsmyndavél.

Lögreglan í Sussex á Englandi hóf síðdegis í gær umfangsmikla leit að lítilli stúlku sem óttast var að hefði verið rænt á götu úti. Myndir úr eftirlitsmyndavélum sýndu karlmann ræða við litlu stúlkuna og ganga á brott með henni. Þyrlur voru notaðar við leitina, lögreglan leitaði í bílum við verslunarmiðstöð og lögreglumenn gengu hús úr húsi. Allt hófst þetta eftir að vitni höfðu samband við lögregluna og sögðust telja að stúlkunni hefði verið rænt. Myndir úr eftirlitsmyndavélum studdu við þetta.

Litla stúlkan og maðurinn á gangi.

Lögreglan birti myndir úr eftirlitsmyndavélum og setti allt tiltækt lögreglulið í málið. Það var síðan upp úr miðnætti í nótt sem lögreglan skýrði frá því að málið væri leyst. Stúlkan væri steinsofandi heima hjá sér og ekkert hefði komið fyrir hana. Þetta var eftir að faðir hennar setti sig í samband við lögregluna eftir að hann sá myndirnar úr eftirlitsmyndavélunum. Það var hann sem var á myndunum með stúlkunni, sem er þriggja ára, en hún var ekki fús til að fara heim þegar myndirnar voru teknar og vitnin sáu til þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Átta manna fjölskylda var myrt á kerfisbundin hátt árið 2016: Nú hafa fjórir úr annarri fjölskyldu verið handteknir

Átta manna fjölskylda var myrt á kerfisbundin hátt árið 2016: Nú hafa fjórir úr annarri fjölskyldu verið handteknir
Pressan
Í gær

Vantar þig íbúð? Hér er offramboð af húsnæði

Vantar þig íbúð? Hér er offramboð af húsnæði
Fyrir 2 dögum

Spáð sumarblíðu um næstu helgi á rjúpunni

Spáð sumarblíðu um næstu helgi á rjúpunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynileg skjöl sýna hversu hræðilegar afleiðingar sólstormar geta haft á jörðinni

Leynileg skjöl sýna hversu hræðilegar afleiðingar sólstormar geta haft á jörðinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Apple er að hægja á iPhone-símum – Svona er hægt að laga það

Apple er að hægja á iPhone-símum – Svona er hægt að laga það
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fótbraut unnustu sína því hún sauð pasta ekki rétt – Neyddi hana síðan til að halda áfram að elda

Fótbraut unnustu sína því hún sauð pasta ekki rétt – Neyddi hana síðan til að halda áfram að elda