fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Reynsla manns af húsnæðislánakerfinu á Íslandi: ,,Ekkert nema lögleg mafíustarfsemi“

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daði Jónsson Íslendingur sem búsettur var í Kanada en hann og fjölskylda hans hafa einnig búið á Englandi og á Íslandi og fjárfest í húsnæði í öllum löndunum. Í gömlu fréttinni á Pressuni var fjallað um færslu á bloggsíðu Daða þar sem hann bar saman húsnæðislánakerfin í þessum þremur löndum. Hann sagði farir sínar ekki sléttar af húsnæðislánakerfinu á Íslandi:

„Fyrir nokkrum vikum ákváðum við að kaupa hús hér í Kanada og þess vegna gerðum við okkur ferð í RBC (Royal Bank of Canada) til að fá ráðgjöf um húsnæðislán. Þetta verður þriðja húsið sem við kaupum og þar af ekkert í sama landinu. Svo keyptum við hús á verðtryggingarlandinu Ísland. Þar við skulduðum við meira eftir að hafa borgað all margar milljónir inn á lánið á 7 árum. Svik og lögleg mafíustarfssemi bankakerfisins, ótrúlegt bull alveg. Nú í Kanada, loksins sanngjarnt lán aftur á sanngjörnum vöxtum eins og í Englandi. Ég veit hvað greiðslurnar mína verða næstu 4 árin og sé lánið fara niður um hver mánaðarmót.“

Daði sagði að í fyrsta skipti í mörg ár hafi verið gaman að fara í banka til að ræða um fjármál og lán. Þeim hafi verið sýnd virðing og fannst ekki litið á hann sem ,,einhverja þrælarottu sem átti bara skilið að borga því sem henni var sagt af meingölluðu kerfi eins og maður lenti í á Íslandi“.

„Við fórum til lánaráðgjafa (skvísan heitir Meredith) til að sjá hvað þyrfti að gera til að geta fengið húsnæðislán og ef við þyrftum einhverja aðra pappíra áður enn haldið yrði lengra. Meredith fór yfir lánakjör og hvernig hægt væri að borga. Einnig sýndi hún okkur margar sniðugar leiðir til að borga lánið niður fyrr og hvernig væri hægt að spara hér og þar. Ekki man ég eftir að fengið þá ráðgjöf þegar ég fór í gegnum þetta á Íslandi. Mér fannst allaf eins og markmiðið þar væri að reyna að stela nógu miklu af manni og meira. Að segja að ég hati bankakerfið á Íslandi er „understatement“.“

Daði sagði að lánaráðgjafinn hafi orðið kjaftstopp þegar hann reyndi að útskýra húsnæðislánakerfið á Íslandi:

„Hún skildi ekkert í þessu hvernig þetta væri hægt og að þetta hreinlega mætti, greyið konan. Alveg sama hvernig ég útskýrði þetta fyrir þessari elsku þá þá fattaði hún verðtrygginguna ekki og átti ekki til eitt einasta orð yfir að þetta væri hreinlega löglegt. Þessi dama vinnur fyrir einn af þeim bönkum sem urðu varla fyrir einu eða neinu í „stóra“ efnahagshruninu vegna þess að hann stóð vel og eftirlitsstofnanir synti sínu starfi. Ég sagði henni að þú vissir í raun aldrei hvað þú myndir borga mikið af láninu þínu mánaðarlega eða að þú vissir hvað þú skuldaðir frá mánuði til mánaðar vegna vertryggingarinnar. Einnig reyndi ég að segja henni að margir hefðu tekið lán miðað við það sem þeir gætu borgað á þeim tíma. Fólk sem kannski leyfði sér ekki mikið átti nú á vandræðum með lán sín því hefðu hækkað svo mikið að margir hverjir væru að missa húsin sín.“

Daði endaði færsluna á þessum orðum:

„Ég fer ekki ofan að því að húsnæðislánakerfið á Íslandi er ekkert nema lögleg mafíustarfssemi. Þetta var búið að vera sem snara utan um háls manns og margra lengi, þvílíkt óréttlæti.  Jú, það er gott að búa á Íslandi, enn er það virkileg svo gott??“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“