fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Ég hef sóað lífi mínu, konan ótrú og sonur minn þolir mig ekki: Einlægar játningar miðaldra manns

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einlæg skrif miðaldra bankamanns hafa vakið feikileg viðbrögð og miklar umræður. Í pistlinum lýsir maðurinn því hvernig hann hafi slegið draumum sínum á frest í þágu vinnu og fjárhagslegs öryggis uns draumarnir dóu. Jafnframt greinir hann frá því að eiginkona hans hafi haldið framhjá honum í fjölda ára.

Bréfið er áhrifamikið og sorglegt:

Í dag komst ég að því að konan mín hefur haldið framhjá mér undanfarin tíu ár. Sonur minn ber engar tilfinningar til mín. Ég missti af jarðarför föður míns fyrir ekki neitt.

Maðurinn kallar sig John. Hann er 46 ára gamall. Hann segist hafa misst af draumum sínum og glatað allri ástríðu. Hann er í föstu starfi frá kl. 9 til 19 sex daga vikunnar. Hann hefur verið í þessu sama starfi í 26 ár.

Endurtekið valdi ég braut öryggis fyrir allt í lífinu og á endanum breytti það því hver ég er.

Þegar John var tvítugur var hann fullur af ævintýraþrá, metnaði og ástríðu. Hann ætlaði að breyta heiminum. Fólk elskaði hann og hann elskaði fólk. Hann var nýjungagjarn, skapandi, tók skyndiákvarðanir, var áhættusækinn og frábær í samskiptum. Tveir helstu draumar hans voru að skrifa bók og ferðast um allan heiminn.

Hann fór í bakpokaferðalag til Nýja-Sjálands og Filipseyja. Síðar ætlaði hann að fara um alla Asíu, um Evrópu og síðan Ameríku (John býr í Ástralíu). En enn þann dag í dag hefur hann bara farið til Nýja-Sjálands og Filipseyja.

Og bókin sem hann byrjaði á. Hún bíður enn óskrifuð. Stærstu mistökin gerði hann um tvítugt þegar hann tók fyrsta starfinu eftir útskrift. Hann hafði þörf fyrir öryggi og stöðugleika, hvað sem leið ævintýraþránni.

Smám saman tók starfið völdin í lífi hans. Hann hamaðist við að standa sig í vinnunni og lét allt annað sitja á hakanum, þar á meðal gömlu draumana hans og samskipti við fjölskylduna.

Að helga líf mitt starfi frá kl. 9 til 7. Hvað var ég að hugsa? Hvernig gat ég lifað þegar vinnan var líf mitt. Eftir að ég kom heim borðaði ég kvöldmat, undirbjó vinnu næsta dags og fór að sofa kl. tíu. Vaknaði síðan kl. sex næsta morgun. Guð, ég man ekki hvenær ég elskaðist síðasta með konunni minni.

Þegar konan hans viðurkenndi fyrir honum að hafa verið honum ótrú síðustu tíu árin sagði hún að ástæðan væri sú að hann hefði breyst. Hann væri ekki sá maður sem hann hefði verið.

Utan vinnunnar, hvað hef ég verið að gera? Eiginlega ekkert. Ekki hef ég verið almennilegur eiginmaður. Ég hef ekki verið almennilegur ÉG. – Hver er ég? Hvað varð um mig? Ég fór ekki einu sinni fram á skilnað né öskraði ég á hana eða grét. Ég fann ekki fyrir neinu. Nú finn ég tárin renna niður vangana þegar ég skrifa þetta. En ég græt ekki af því konan mín var mér ótrú heldur af því ég er að átta mig á því að ég er dáinn inni í mér.

Faðir hans dó fyrir tíu árum. Síðustu fimm árin varð hann sífellt veikari og móðir hans var alltaf að hafa samband við John og hvetja hann til að heimsækja föður sinn. En hann sló því alltaf á frest. Það var alltaf svo mikið að gera í vinnunni og hann vildi þessa stöðuhækkun sem hann átti möguleika á. Svo dó faðir hans og hann gaf sér ekki einu sinni tíma til að mæta í jarðarförina. Um það hefur hann eitt að segja núna:

HVAÐ VAR ÉG EIGINLEGA AÐ HUGSA?

Núna sér hann sárlega eftir því að hafa ekki gert neitt við orku sína annað en að sóa henni í sálarlausa vinnu. Að hafa kæft ástríðu sína. Sóað æsku sinni. Hann sér eftir því að hafa látið starfið taka yfir líf sitt.

Hann varar lesendur við að feta sömu braut og hann:

Ef þú ert að lesa þetta og þú átt allt lífið framundan – ekki gera þá eins og ég. Ekki slá hlutunum á frest. Ekki láta draumana bíða þangað til síðar. Leyfðu orkunni og ástríðunni að ráða för. Ekki hanga allan frítíma þinn á Internetinu nema að það sé það sem þú þráir. Ekki gleyma vinum þínum og fjölskyldu. Ekki gleyma sjálfum þér. Ekki sóa lífi þínu eins og ég sóaði mínu. Ekki vera eins og ég. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?